Nökkvi Fjalar óbólusettur með lítil Covid einkenni

frettinInnlendar3 Comments

Nökkvi Fjalar Orrason tilkynnti í sumar að hann myndi ekki þiggja Covid bólusetningu og frekar treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid. Fyrir þetta fékk hann á sig töluverða gagnrýni.

Hann hefur nú greinst með veiruna en hann sagðist í samtali við Vísi ekki hafa orðið lasinn. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bólusetningu.

Nökkvi hefur um nokkuð skeið búið í London og „hafi verið tekinn í tollinum,“ við heimkomuna til Íslands.

Hingað til hefur hann aðeins misst bragð- og lyktarskyn en sagði að bragðið væri komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi sem er í einangrun þessa dagana.

Nökkvi segist hafa tekið ákvörðun um að fara ekki í bólusetningu að vel ígrunduðu máli og að hans eigin rannsóknir hafi bent til þess að Covid legðist ekki illa á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni.

Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í sumar að hann teldi ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð gætu minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. „Ég er nokkuð viss um að hann hefur enga trú á þessu sjálfur,“ sagði Kári í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem hann ræddi stöðu faraldursins hér á landi.

Visir greindi frá.

3 Comments on “Nökkvi Fjalar óbólusettur með lítil Covid einkenni”

  1. Nökkvi er góð og heilbrigð fyrirmynd. Þeir ofurhræddu og óttaslegnu gætu líka róast þegar þeir sjá hve léttilega hinn ólbólusetti ræður við veiruna. Ungt fólk og börn er í nánast engri hættu á þessari veirusýkingu. Það ættum við að hafa í huga.

  2. Og svo gerir náttúrulegt smit að maður fær mjög gott ónæmi, álíka gott og bóluefni.

  3. Mótefnismæling við náttúrulegt covid fór títerinn upp í 56.000 við. 13.000 við þrjár sprautur og eitt búst svo það er langt fra því að vera svipað Karl.

Skildu eftir skilaboð