Pakistanskur aðgerðasinni nær að frelsa 40 fjölskyldur úr þrældómi með hjálp Íslendinga

frettinErlent, InnlentLeave a Comment

Pakistanski aðgerðarsinninn og predikarinn Evangelist Hansi Karoni hefur náð að frelsa 40 pakistanskar fjölskyldur úr ánauð og þrældóm þar í landi með aðstoð Íslendinga sem að hafa stutt við það góða starf í nokkur ár og hefur hann náð undraverðum árangri í störfum sínum á þessum árum.

Íslenska Hvítasunnukirkjan í Keflavík er meðal þeirra sem að Hansi þakkar sérstaklega fyrir hjálpina og segir að án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.

Pakistanki aðgerðarsinninn sem er sannkristinn hefur unnið í sjálfboðaliðastarfi svo árum skiptir í landi sínu og hefur starf hans snúist um það að bjarga kristnum bræðrum og systrum sem hafa verið sett í ánauð og þrældóm, en kristnir eru  minnihlutahópur þar í landi og hafa þurft að sæta ofsóknum vegna trúar sinnar.

Börnin sjást á myndum hér fyrir neðan halda upp á sínu fyrstu jól frjáls og glöð og óhætt að segja að aðgerðarsinninn og Íslendingarnir hafi unnið þrekvirki með baráttunni, trú sinni og voninni.

Hansi skrifar eftirfarandi á facebooksíðu sína og deilir einnig myndum:

Þakkarkveðja,
Sérstaklega þakka ég virðulegasta bróður mínum Kristni Ásgrímssyni presti og öllum safnaðarmeðlimum Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík á Íslandi. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og það er ykkur að þakka að það var mögulegt að frelsa allar þessar fjölskyldur úr þrælahaldi. Þakka ykkur kærlega fyrir allt, við munum aldrei gleyma stuðningi ykkar og ást, gleðileg jól til ykkar allra.

Kveðja og myndir frá Pakistan má sjá hér að neðan:


ImageImageImageImage

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.