Bjarni Ben greindur með Covid-19 og kominn í einangrun

frettinInnlendarLeave a Comment

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur greinst með Covid-19. Hann greindi frá þessu á facebook síðu sinni rétt í þessu.

Bjarni segist hafa fengið jákvæða niðurstöðu og fer því í 10 daga einangrun.

"Það er ekki gott að segja hvar eða hvenær ég hef fengið smitið, en það hafa verið smit nálægt mér bæði í vinnunni og í nærfjölskyldunni, eins og hjá svo mörgum þessa dagana. Ég er með öllu einkennalaus á þessum tímapunkti. Vona að það verði þannig áfram svo ég geti sinnt margs konar verkefnum heima hjá mér sem setið hafa á hakanum. Það eru líka bækur á náttborðinu sem ég þarf að klára að lesa. Og svo tek ég því mögulega bara rólega líka. Það er víst mælt með því svona af og til." segir Bjarni.

Bjarni segist vera þríbólusettur með örvunarskammti en viðtal var tekið við hann í sumar þar sem hann beið m.a. röðinni fyrir utan Laugardalshöllina og mbl greindi einnig frá fyrstu bólusetningunni. 

Fjöldi manns sendir honum batakveðjur þó hann sé a.m.k. enn alveg einkennalaus.

Skildu eftir skilaboð