Hættið að beita fólk þvingunum – stjórntök á þjóðinni fyrir neðan allar hellur

frettinPistlarLeave a Comment

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður skrifar þessa grein í Morgunblaðið í dag.

Hættið þessu

„Það er auðvitað furðulegt að beita þving­un­um til að forðast smit á sjúk­dómi sem er svo til hætt­ur að valda skaða og kall­ar ekki á önn­ur úrræði en aðrir sjúk­dóm­ar, þ.e. aðstoð lækna.“

Ráðstaf­an­ir ís­lenskra stjórn­valda í til­efni af covid-veirunni hafa nú gengið úr öllu hófi. Lang­flest­ir Íslend­ing­ar hafa látið sprauta sig og lang­flest­ir með þrem­ur spraut­um. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti manna er kom­inn í skjól á þann hátt að jafn­vel þeim sem hafa smit­ast af veirunni staf­ar ekki hætta af henni. Meira en 95% þeirra fá eng­in eða bara smá­vægi­leg ein­kenni. Þeir sem eft­ir standa veikj­ast lít­il­lega en nær eng­inn al­var­lega. Morg­un­blaðið birti aðgengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um þetta 23. des­em­ber sl. (bls. 6).

Þrátt fyr­ir þess­ar staðreynd­ir eru lands­menn, svo furðulegt sem það er, beitt­ir frels­is­skerðing­um til að hindra að smit ber­ist milli manna. Hafi ein­stak­ur maður verið í návist ann­ars, sem ber veiruna með sér, er sá fyrr­nefndi sett­ur í sótt­kví og bannað að um­gang­ast annað fólk um til­tek­inn tíma. Hann er mæld­ur fyr­ir smiti í upp­hafi og við lok sótt­kví­ar, sem stend­ur í 5-14 sól­ar­hringa. Það er því ekki skil­yrði fyr­ir því að verða beitt­ur of­beld­inu að hafa smit­ast af veirunni. Nóg er að hafa komið ná­lægt ein­hverj­um sem hef­ur smit­ast. Þetta er sagt gert til að hindra út­breiðslu veirunn­ar. Samt segja yf­ir­völd að lík­lega muni um 600 lands­menn smit­ast á dag. Svo er að skilja að mark­mið þeirra sé að fækka í þeim hópi, kannski í 4-500?

Og þá skal spurt: Til hvers? Það ligg­ur nefni­lega fyr­ir að fáir þeirra sem smit­ast verða veik­ir og nær eng­inn, sem hef­ur nýtt sér þau úrræði sem gef­ist hafa, að láta sprauta sig. Þar að auki geta þeir sem veikj­ast að sjálf­sögðu leitað til lækna eða heil­brigðis­stofn­ana og skipt­ir þá engu máli hvort þeir hafi verið svipt­ir frelsi í aðdrag­and­an­um eður ei.

Þeir sem hafa smit­ast eru síðan beitt­ir enn meiri þving­un­um, sett­ir í svo­kallaða ein­angr­un um lengri tíma.

Þessi stjórn­tök á þjóðinni eru að mín­um dómi fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Og til að heilaþvo þjóðina er hætt­an mikluð með orðskrúði og með áskor­un­um til al­menn­ings um að sýna nú sam­stöðu. Hið sama ger­ist í öðrum lönd­um. Þeir sem þessu ráða virðast ekki hafa af því nein­ar áhyggj­ur að ráðstaf­an­ir þeirra valda miklu tjóni meðal ann­ars hjá stór­um hópi manna, sem þurfa að sæta fjölda­tak­mörk­un­um á viðskipta­vin­um og er í ofanálag bannað að halda fyr­ir­tækj­um sín­um opn­um nema afar tak­markaðan tíma á degi hverj­um, nema þeim sé þá skipað að loka al­veg. Þetta veld­ur fjár­hags­leg­um þreng­ing­um og jafn­vel gjaldþrot­um sem leiða til mik­illa hörm­unga hjá þeim sem í hlut eiga, jafn­vel þannig að þeir gef­ast bara upp. Þá eru teikn á lofti um að áfeng­issala til heim­ila hafi vaxið til muna á síðustu tveim­ur árum, heim­il­isof­beldi hafi auk­ist, kvíði hafi orðið út­breidd­ari hjá viðkvæmu fólki, marg­ir hafi veigrað sér við að leita til lækn­is vegna ástands­ins og aðrir sjúk­dóm­ar þannig fengið að grass­era ómeðhöndlaðir, svo nokk­ur dæmi séu tek­in. Stjórn­völd hafa ekki enn birt töl­ur um fjölda þess­ara fórn­ar­lamba sinna.

Það er auðvitað furðulegt að beita þving­un­um til að forðast smit á sjúk­dómi sem er svo til hætt­ur að valda skaða og kall­ar ekki á önn­ur úrræði en aðrir sjúk­dóm­ar, þ.e. aðstoð lækna. Aðgerðirn­ar fela auk ann­ars í sér al­var­leg frá­vik frá meg­in­regl­unni um frelsi fólks og ábyrgð á sjálfu sér sem verður að telj­ast grunn­regla í sam­fé­lagi okk­ar.

Svo ég segi bara við þessa vald­sæknu stjórn­ar­herra: hættið þessu, og það strax.

Skildu eftir skilaboð