Skólar notaðir fyrir bólusetningu 5-11 ára – byrjað að senda boð

frettinInnlendar2 Comments

Foreldrar eru byrjaðir að fá boð í Covid bólusetningu frá sóttvarnalækni fyrir börn sín í hópnum fimm til ellefu ára.

Á Selfossi fer bólusetning fram í Vallaskóla þann 5. janúar nk. kl.18. Fram kemur í skilaboðunum að frekari upplýsingar verði sendar í gegnum Mentor og að grímuskylda sé bæði fyrir börn og fullorðna. Foreldar með börn í grunnskólanum í Hveragerði hafa einnig fengið boð.

Það hefur þó komið fram, meðal annars hjá Áslaugu Örnu háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra að heilbrigðisráðherra hafi hafnað þeirri kröfu sóttvarnalæknis í hans síðasta minnisblaði að börnum niður í sex ára aldur væri skylt að bera grímur fyrir andliti. Þar af leiðandi er ekki grímuskylda hjá börnum.


Image

2 Comments on “Skólar notaðir fyrir bólusetningu 5-11 ára – byrjað að senda boð”

  1. Þeir foreldrar sem kynna sér hvað óháðir læknar og vísindamenn segja um covid-bólusetningar barna eiga eftir að hundsa þessi tilmæli. Vonandi taka sem flestir upplýsta ákvörðun um að segja NEI.

  2. Þetta er ekkert annað en glæpur á svo mörgum stigum.

    Sóttvarnalæknir: gerist hér sekur um meðvirkni með spilltum alþjóðastofnunum og stórfyrirtækjum sem maka krókinn á aðgerðinni. Maðurinn virðist gjörsamlega óhæfur til að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem byggja á mati á aðstæðum og upplýsingum og þá síðast en ekki síst að krefjast bólusetningar hóps sem telst í nánast engri áhættu. Hvernig getur maðurinn réttlætt að það sé verið að gera tilraun á börnum sem fá ekkert nema áhættuna eina greidda út fyrir þátttökuna?

    Ríkisstjórn: allir sem geta lesið sér til gagns geta vel leitað sér upplýsinga ef þeirra eigin skðanir flækjast ekki í vegi fyrir leit af hinu rétta og sanna. Það þarf til að bera heiðarleika og vilja til að skyggnast á bak við grímu áróðursvélarinnar sem malar gull á að blekkja almenning. Hvernig getur ríkisstjórn landsins leyft sér að leggja til æsku landsins til þess að gera tilraun á lyfi? Lyfi sem þegar hefur sýnt sig að hefur valdið fjölda fólks fjörtjóni og þá helst áður stálheilbrigðu fólki og unglingum sem glíma nú við hjarta og taugavandamál og þeir sem hafa látis fá víst seint bata. Eru tilviljanakennd veikindi í veldisvexti?
    Og hvers vegna þarf leynd yfir samningum við fyrirtækin sem hagnast á þessum aðgerðum? Það getur hver meðalgreind manneskja svarað sjálf og hvað þá ráðherrar í ríkisstjórn landsins.

    Foreldrar: geta ekki skýlt sér á bak við að vita ekki betur og að hafa skoðun á málstað réttlætir ekki að rétta börn sín yfirvöldum til að þóknast erlendri fyrirtækjamafíu sem makar krókinn á almenningi með hjálp ýmist óhæfra eða spilltra sérfræðinga. Hvers konar fólk gefur börnum sínum lyf sem eru enn á tilraunastigi?
    Læknar: öll sú virðing sem læknastéttin sem hóps er hér með rokin út í veður og vind en sem betur fer með örfáum undantekningum sem tekur Hippokratesar-eiðinn fram yfir að troða blóðugum peningaseðlum í veskið sitt.
    Eru allir læknarnir sem skrifa undir Great Barrington Declaration bara anti eitthvað? Eða gæti verið að verið sé að mótmæla í þágu almennings? Nokkur hundruð þúsund stykki að tölu?

    Skólarnir: er það eðlilegt að það sé verið að nota skólana í þetta verkefni þar sem það er veruleg hætta að bólusetningarofstækið valdi einelti sem beinist gegn þeim börnum sem eiga hugsandi foreldra?
    Það hefur líklega aldrei verið framinn jafn stór glæpur á Íslandi og á að fara fremja hér eftir áramótin og það á varnarlausum börnum sem verða ofurseld því brjálæði sem gengur yfir höf og lönd.

Skildu eftir skilaboð