Snéri við mismunun vegna bólusetningapassa með þátttöku í rannsókn á óbólusettum

frettinInnlendar2 Comments

Davíð Kristinsson er óbólusettur við Covid og er á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Spáni þar sem bóluefnapassar hafa verið teknir í notkun.

Davíð er þátttakandi í alþjóðlegri rannsókn sem gefur út skírteini þar sem fram kemur að hann sé meðal þátttakenda í rannsókninni VaxControlGroup.

Davíð segir frá því í samtali við Fréttina að alls hafi hann sýnt þessa passa á sjö stöðum sem krefjast bólusetningapassa og í öll skiptin hafi honum verið hleypt inn án vandræða nema á McDonalds.

VaxControlGroup er samanburðrannsókn á þeim sem ekki hafa fengið Covid bólusetningu og þeim sem hafa fengið hana. Um er að ræða vísindalega rannsókn sem fer fram á alþjóðavísu.

Samanburðarhópurinn samanstendur af þeim sem ekki hafa fengið neitt Covid bóluefni. Um er að ræða alþjóðlega og óháða langtímarannsókn sem leitast við að safna gögnum frá óbólusettum einstaklingum til samanburðar-greiningar við bólusetta einstaklinga. Tilgangurinn er að meta árangur Covid-19 fjöldabólu-setninga og fylgjast með heilsu einstaklinga sem ekki hafa fengið Covid bóluefni. Gögnin verða einnig nýtt í framtíðarrannsóknarverkefni. Þessi rannsókn er ekki, og mun aldrei verða, tengd neinu lyfjafyrirtæki þar sem hlutleysi hennar er afar mikilvægt, segir á upplýsingasíðu rannsóknaraðila.

VaxControlGroup er samfélagsleg samvinnuverkefni fyrir almenning. Allir fjármunir sem safnast verða settir í verkefnið og samfélag þess.

Þeir sem skrá sig í rannsóknina mega ekki hafa fengið neitt Covid bóluefni. Þeir fá skilríki þar sem á stendur: ,,Það er algjörlega nauðsynlegt að þeim sem taka þátt í þessari alþjóðlegu rannsókn verði hvorki mismunað svo varði við lög né útilokaðir frá hefðbundnum samfélagslegum viðburðum og þjónustu."

Eins er tilgreint á passanum að verði þátttakandi rannsóknarinnar fyrir slíkri mismunum af hálfu fyrirtækis eða þjónustuaðila, skuli hann tilkynna það rannsóknaraðilanum. Lögmenn rannsóknarinnar halda utan um þau fyrirtæki og þjónustuaðila sem neita að taka passann gildan.


Image

2 Comments on “Snéri við mismunun vegna bólusetningapassa með þátttöku í rannsókn á óbólusettum”

  1. Athyglisvert, en hefur konan hans þá fengið eitthvað af þessum erfðabreyttu lyfum gegn SARS-2 ? Það hefði mátt koma fram í greininni.

  2. Ef þátttakendur fá covid, detta þeir þá út úr rannsókninni eða eru þeir skoðaðir öðruvísi, t.d. með tilliti til hversu veikir þeir verða (eða ekki) og slíkt?

Skildu eftir skilaboð