Grunur um fyrsta dauðsfallið af völdum Omicron í Ísrael

frettinErlent1 Comment

Heilbrigðisráðuneyti Ísraels tilkynnti á þriðjudag um andlát konu vegna gruns um Omicron sýkingu, ráðuneytið staðfesti einnig yfir 600 fleiri tilfelli af nýja afbrigðinu.

Konan hafði verið bólusett gegn COVID-19 og fengið örvunarskammt samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins. Frekari upplýsinga er að vænta á næstu dögum en ef þetta fæst staðfest þá er þetta fyrsta dauðsfallið af völdum Omicron sem skráð er í Ísrael.

Tilkynnt dauðsfall af völdum Omicron var einnig í síðustu viku var síðar upplýst að það hefði verið af völdum Delta afbrigðsisins.

Að sögn ráðuneytisins voru tveir óbólusettir í alvarlegu ástandi vegna Omicron sýkinga, þar á meðal einn tengdur við öndunarvél.

Þá segir að sex manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús með ekki eins alvarleg veikindi, þar af fjórir bólusettir.

Heimild: The Times of Israel

One Comment on “Grunur um fyrsta dauðsfallið af völdum Omicron í Ísrael”

  1. Konu greyið sem tók Gena og Frumu erfðabreytta tilrauna lyfið sem er á neyðarleyfi 3x. Örugglega engin tengsl hér á milli heldur er það Moronic stökkbreytta kvefmúsinn sem á í hlut.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *