Héraðsdómur staðfestir ákvörðun sóttvarnalækis um 10 daga einangrun

thordis@frettin.isInnlent1 Comment

Héraðsdómari staðfesti seint í gækvöldi  ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm manna fjölskyldu sem greinst hafði með kórónuveiruna. Lögmaður fjölskyldunnar, Arnar Þór Jónsson, segir það verði athugað hvort farið verði með málið lengra.

Um er að ræða fimm manna fjölskyldu sem lét reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis fyrir dómi um tíu daga einangrun eins og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.

„Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið.

Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar.

Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur.

One Comment on “Héraðsdómur staðfestir ákvörðun sóttvarnalækis um 10 daga einangrun”

  1. Er þetta rétt eða er geirfinnurinn í dómskerfinu genginn aftur?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *