Hverjir eiga og stjórna heiminum?

frettinErlent, Innlent2 Comments

Þessi grein er sú fyrsta af þremur:  

Eignarhaldið
Inngangur

Flest hugsandi fólk er farið að gruna að núverandi heimsástand sé ekki í lagi.
En margar illa grundaðar samsæriskenningar hafa valdið því  að fólk fjarlægist bæði hræðsluáróður fjölmiðla og þá sem halda fram samsæriskenningunum.

Ég vona samt að þú gefir þér tíma til að lesa þennan greinaflokk minn sem gefur yfirlit yfir stóru mynd heimsmálanna hvernig eignarhald, stjórnmál og fjölmiðlun í heiminum tengjast sterkum böndum. Böndum sem ekki eru ætluð til að gæta hagsmuna almennings, heldur sérhagsmuna og valdagræðgi.

Þegar þetta er ritað, eru hundruð milljóna manna um allan heim að falla í fátæktargildru vegna ráðstafana sem hafa verið allt of lengi í gangi. Þó að stærsta efnahagskreppan sem við munum upplifa hafi kannski ekki enn haft áhrif á þig persónulega, þá er það aðeins tímaspursmál hvenær gáru-áhrifin ná einnig til þín og ástvina þinna. Og ef allt gengur upp gætir þú orðið eignalaus árið 2030.

Hér er ekki verið að kalla úlfur, úlfur heldur verið að benda á ískaldan veruleika unninn úr gögnum sem þú getur sjálf(ur) flett upp á netinu.
Enn má takmarka skaðann og jafnvel njóta góðs af ef við erum rétt og málefnalega upplýst um núverandi stöðu. Þess vegna rita ég þennan greinaflokk til að sýna þér nokkrar auðveldlega sannanlegar og mikilvægar staðreyndir um stöðu heimsmála.

Þetta er fyrsta grein þriggja um málefnið og fjallar hún um eignarhald fárra aðila á öllum atvinnugreinum heimsins.

Grein tvö mun fjalla um tangarhald sömu aðila á öllum stærri fjölmiðlum heimsins.
Grein þrjú mun svo fjalla um hvernig þessir aðilar eru að ná tökum á stjórnmálaelítunni í gegnum World Economic Forum og hvernig Covid-19 er álitið af sömu aðilum kjörið tækifæri til að hraða íllu ætlunarverki sínu.

Allar greinarnar byggja á mjög vel unnu myndbandi um málefnið og má finna hér…, en einnig með því að kanna gögn sem myndbandið vísar í.

Hver á heiminn?

Minna en handfylli stórfyrirtækja ráða öllum þáttum lífs okkar. Það kann að virðast vera ýkjur, en allt frá morgunmatnum á morgnana til dýnunnar sem við sofum á á nóttunni, og allt sem við gerum, setjum á okkur eða neytum þess á milli er að miklu leyti háð þessum fyrirtækjum. Um er að ræða risastóra fjárfestingasjóði sem stjórna megninu af peningastreymi í heiminum. Þeir eru söguhetjur leikritsins sem nú hefst.

Dæmi um eignarhald

En hvernig virkar þetta? Byrjum á að taka lítið dæmi, pakkamats-iðnaðinn. Mynd 1. hér að neðan sýnir hvernig 9 fyrirtæki eiga stórt séð allan þennan geira, þar sem eignarhaldsfyrirtæki á borð við Nestle, Coco Cola, PepsiCo og Kellogs spila stóran þátt.

Tökum Pepsico sem dæmi: 3379 svo nefndir stofnana-fjárfestar eiga u.þ.b. 73% hlutabréfa þess. Þessir stofnanafjárfestar eru m.a. fjárfestingafélög, sameiginlegir sjóðir, tryggingafélög, bankar og í sumum tilfellum ríkisstjórnir.

Kíkjum á hverjir eru stærstu stofnana-fjárfestar í PepsiCo. Þá kemur í ljós að aðeins 10 af 3379 fjárfesta í félaginu eiga nærri 30% hlutabréfanna að virði u.þ.b. 60 billjón dollara.
Af þessum 10 fjárfestum  eiga 3 þeirra meira en hinir 7 samanlagt. Þetta eru 
Vanguard Group, BlackRock Inc. og State Street Corp.


Mynd 1. Eignarhald pakkamats-iðnaðarins.

Lítum næst á samkeppnisaðilann Coca Cola. Sama sagan þar, stofnanafjárfestar eiga u.þ.b. 70% félagsins. 4 stærstu hluthafarnir eru áðurnefndir 3 stærstu eigendur PepsiCo auk Berkshire Hathawway, Inc. Þessi fjögur félög eru stærstu fjárfestingafélög  í heiminum. Eru PepsiCo og Coca Cola samkeppnisaðilar?

Ef betur er athugað þá eru Black Rock og Vanguard einnig meðal stærstu hluthafanna  í öllum hinum eignarhaldsfélögunum á mynd 1.
Frekari athugun leiðir í ljós að sömu aðilar eru meðal stærstu hluthafa bak við ráðandi fyrirtæki í flestum öðrum greinum efnahagslífs okkar svo sem:

 • Félagsmiðlana sem við öll notum daglega; Youtube, Twitter, Instagram, SnapChat, TikTok, Facebook ofl.
 • Hugbúnaðargeirann; Alphabet (Google YouTube, Android), Apple, Microsoft
 • Tæknigeirinn; Hewlet Packard, Philips, Intel, Sony, IBM, Dell ofl.
 • Ferða-iðnaðurinn; Expedia, Skyscanner, Trip.com, American Airlines, KLM, Delta, Booking.com Airbnb, Trip-advisor ofl.
 • Farartækjaiðnaðurinn; Boeing, Airbus, Lockheed Martin Toyota, Ford Daimler (M. Benz), Vokswagen, GM, BMW Group, Tata (Land-Rover og Jaguar), Nissan, FCA (Fiat, Chrysler ofl.), Geely (Volvo ofl), Runo ofl.
 • Olíuiðnaðurinn; Shell Exxon, BP ofl.
 • Háefnaiðnaðurinn; Rio tinto, Glencore, BHP, Coal India ofl.
 • Landbúnaður; Bayer / Monsanto stærsti fræframleiðandi í heiminum og framleiðir 90% alls bómullarfræs ofl.
 • Textil og fatnaður; Nike, Levi‘s, Ralph Lauren
 • Orku-iðnaðurinn (græn orka); Solar Jinko, Canadian Solar o.fl.
 • Tóbaksiðnaðurinn.
 • Lyfja-iðnaðurinn; Pfizer, Moderna, Biontech, Astra Zeneca, Johnson & Johnson, Abbot ofl.
 • Vefverslanir; Ebay, Amazon, AliExpress ofl.
 • Greiðslumiðlun; MasterCard, Visa, American Express, Western Union og PayPal.

En þetta var bara toppurinn af ísjakanum því þeir eiga líka tryggingabransann, bankana, byggingariðnaðinn, fjarskiptafyrirtækin, veitinga-keðjurnar, snyrtivöruiðnaðinn og svo mætti lengi telja.

Stofnanafjárfestarnir eru síðan tengdir innbyrðis, eiga hlut í hver öðrum og mynda þannig net sem í raun er píramídi eignarhalds sem sjá má á mynd 2.


Mynd 2. Eignarhaldspíramídi stofnanafjárfesta.

Á toppnum tróna Vanguard og BlackRock. Vald og auður þessara tveggja félaga er svo mikill að það er erfitt að gera sér hann í hugarlund. Eignarhaldsstaða þessara tveggja gefa þeim algjöra einokunastöðu.

Sérfræðingar Bloomberg einnar virtustu greiningar-stofnun heims á sviði fjármála, hafa spáð að árið 2028 munu þessi tvö félög ráða eignum að virði 20 trilljón dollara og þannig nánast eiga öll verðmæti jarðar.

En ekki nóg með það, heldur er BlackRock í nánum tengslum við Bandaríska alríkisbankann. BlackRock lánar ekki eingöngu bankanum fé, heldur er líka aðalráðgjafi bankans auk þess að þróa hugbúnaðarkerfi fyrir bankann (aladdin).

Tugir BlackRock-starfsmanna hafa æðstu stöður í Hvíta húsinu nú í forsetatíð John Bidens. Forstjórinn Larry Finn sést oft með valdamiklum stjórnmálamönnum.

Elítu-fjölskyldurnar á bakvið Vanguard

En hverjir eiga BlackRock, jú stærsti eigandinn er toppurinn á píramídanum; Vanguard. Hér fer þetta að verða svart því Vanguard hefur þannig skipulag að erfitt er að sjá hverjir eru raunverulegir eigendur þess. Elítan sem á Vanguard kærir sig ekki um að almenningur viti að hún eigi öflugasta fyrirtækið á jörðinni. En með smá rannsókn má finna eigendurna sem eru:

Rothschild fjölskyldan
Du Pont fjölskyldan
Rockefeller fjölskyldan
Bush fjölskyldan
Morgan fjölskyldan

Þessar fjölskyldur fela sig á bak við vegg sem nefnist Vanguard fyrir sívaxandi mannkyni. Það er gert með því að láta eigendur Vanguard, vera einkasjóði og sjálfseignarstofnanir („non profit foundation“) sem þessar fjölskyldur eiga.

Í skjóli sjálfseignarstofnananna

Sjálfseignastofnanirnar eru síðan notaðar til að tengja saman einokunar-viðskiptalífið við stjórnmálin og fjölmiðlana og þannig fela hagsmunatengslin milli þessara aðila sem mega ekki sjást.

Eðli sjálfseignastofnanna er að reiða sig á frjáls framlög og þurfa ekki að opinbera hvaðan framlögin koma. Þær geta síðan fjárfest fyrir framlögin hvar sem er og þurfa ekki að borga skatt af hagnaði svo lengi sem hagnaðurinn er notaður aftur til fjárfestinga. Þannig geta sjálfseignarstofnanir flutt mikið fjármagn frá ósýnilegum fjárfestum til fjárfestinga. Skv. skýrslu ástralskra yfirvalda eru slíkar stofnanir fullkomnar til peningaþvotta og fjármögnunar á hryðjuverkastarfsemi.

Þrjár mikilvægustu sjálfseignarstofnanirnar sem tengja atvinnugreinar heimsins hver annarri eru:

 1. Bill & Melinda Gates stofnunin.
 2. Open Society stofnunin (George Soros, Rockefellers).
 3. Clinton stofnunin.


Mynd 3:
 Sjálfseignarstofnanirnar  tengja saman einokunar-viðskiptalífið, stjórnmálin og fjölmiðlana og fela meiriháttar hagsmunaárekstra hinna sömu.

Dæmi um kaupin á eyrinni

Smá dæmi til að gera sér grein fyrir stærð þessara stofnana: Skv. opinberri vefsíðu World Economic Forum (WEF), þá er Gates stofnunin stærsti fjármagnari Alþjóða heilbrigðis-stofnunarinnar (WHO) eftir að Donald Trump lét Bandaríkin hætti að leggja stofnunni fé árið 2020. Þetta gerir Gates stofnunina öflugasta „ríkið“ innan WHO sem hefur mikið að segja um heilsu okkar og heilbrigðiskerfi.

Gates stofnunin hefur náin tengsl við 16 stærstu lyfjafyrirtæki heims. Þar á meðal Pfizer, AstraZeneca, Johnson & Johnson, Biontech og Bayer. Hér að framan var fjallað um hverjir eru stærstu eigendur þessara sömu lyfja-fyrirtækja, nefnilega Vanguard og BlackRock.

Bill Gates er alinn upp í góðgerðastarfsfjölskyldu sem eins og hann sjálfur vann fyrir elítuna sem hér hefur verið fjallað um. Bill stofnaði Microsoft þar sem ráðandi eigendur eru BlackRock og Vanguard, en nýlega bættist Berkshire Hathaway í eigendahópinn. Gates-stofnunin er svo stærsti hluthafi Berkhire Hathaway á eftir Vanguard, BlackRock og State Street Corp. M.ö.o eignarhaldshringur í gegnum Gates sjálfseignarstofnunina.

Svona gerast kaupin á eyrinni á þeim bæ og þennan leik leika hinar sjálfseignarstofnanirnar einnig.

Lokaorð

Þessi umfjöllun ætti að hafa gefið lesandanum smá innsýn í hversu rotið og spillt fjármálakerfi heimsins er. En vont getur lengi versnað. Í næstu grein mun ég fjalla um tengsl og stjórnun þessara sömu afla á stærstu fjölmiðlum heimsins sem teygja sig alla leið til stærstu íslensku fjölmiðlanna.


2 Comments on “Hverjir eiga og stjórna heiminum?”

 1. Er þetta í fyrsta skypti sem þetta kemur fram á Íslensku?
  Furðulegt, þar sem ég hef vitað um þetta í meira en 10 ár!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *