Sjö­unda skotárás­in í Kórahverfi frá því í byrj­un des­em­ber

frettinInnlentLeave a Comment

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar nú skotárás sem gerð var á íbúð í fjöl­býli í Kór­a­hverfi í gær­morg­un. Er þetta sjö­unda skotárás­in í hverf­inu frá því í byrj­un des­em­ber. Skúli Jóns­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn staðfest­ir árás­ina í sam­tali við mbl.is.

Greint frá mál­inu fyrst á vef Vís­is.

„Já það er þarna skotið á glugga í fjöl­býl­is­húsi í hverf­inu og er ytra glerið á glugg­an­um brotið vegna þessa.“

Kúl­an náði þó ekki inn í íbúðina þar sem hún fest­ist, eins og áður seg­ir, í ytra lagi tvö­faldr­ar gler­rúðunn­ar. Árás­in er þá keim­lík þeim sem hafa verið gerðar í hverf­inu und­an­far­inn mánuð.

Skúli seg­ir að talið sé að árás­in sé gerð með loft­byssu en það sé þó ekki end­an­lega komið á hreint, málið sé í rann­sókn. Ljóst sé þó að ekki er um að ræða skot úr riffli eða hagla­byssu.

Málið er til rann­sókn­ar

Eitt­hvert magn sé þá af slík­um loft­byss­um á land­inu, sum­ar hverj­ar skráðar en aðrar ekki. Seg­ist hann ekki vera með neina hald­bæra töl­fræði þess efn­is og vildi því lítið full­yrða um fjölda slíkra vopna hér á landi.

Árás­irn­ar í hverf­inu und­an­far­inn mánuð hafa þá ekki beinst að sama heim­il­is­fang­inu en spurður hvort mögu­lega gæti verið að ung­menni stæðu að baki þess­um árás­um vildi hann lítið tjá sig.

„Þetta er bara í rann­sókn og ég get því ekk­ert meira verið að tjá mig um það eða verið að „fabúl­era“ neitt um málið.“

Mbl greindi frá

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *