Tæplega 40 ára gamalt viðtal sprettur upp á ný – viðvaranir hunsaðar og sagan endurtekur sig

frettinErlent1 Comment

Tæplega 40 ára gamalt viðtal við fyrrverandi KGB njósnarann, Yuri Bezmenov, fer eins og eldur um sinu um allt internetið. En hvers vegna?

Í gamla viðtalinu er margt líkt því sem gerðist þá og er að gerast nú. Bezmenov segir frá því að hann hafi fæðst í landi þar sem almenningur hefur engin mannréttindi og ekkert frelsi, yfirstéttin ræður öllu, kemst upp með allt og á meirihluta auðæfa heimsins. Hann sjalfur tilheyrði yfirstéttinni því hann var fæddur inn í fjölskyldu sem var áhrifamikil en faðir hans var herforingi.

Bezmenov talar um hugmyndafræði sem notuð er í dag til að stjórna fólki með ótta. Margir átti sig ekki á þessu og virðast alveg dofnir gangvart þessari vá. Því meiri völd sem elítan fær því meira frelsi verður tekið af almenningi eins og gerðist í Sóvétríkjunum hér forðum. Bezmenov segir í viðtalinu að það taki 20-40 ár að ná ástandinu aftur í eðlilegt horf ef hugmyndafræðin hefur náð fótfestu og það sé hægara sagt en gert að snúa þessari þróun við.

Þáttastjórnandinn Del Bigtree hjá The High Wire settist niður með blaðamanninum sem tók viðtalið við Bezmenov árið 1984, G. Edward Griffin, en þeir segja að það sem er að gerast í nútímanum sé í raun sagan að endurtaka sig og afleiðingarnar verði skelfilegar ef almenningur vakni ekki upp úr djúpa svefninum og ræða einnig hvers vegna það er mikilvægt að hlusta á þessa viðvörun í dag.

Viðtalið má sjá með því að smella hér.

One Comment on “Tæplega 40 ára gamalt viðtal sprettur upp á ný – viðvaranir hunsaðar og sagan endurtekur sig”

  1. Ég sá þetta viðtal fyrir mörgum árum síðan. Afi minn var mikill kommúnisti. Hann væri of hægri sinnaður í dag til að ganga í sjálfstæðisflokkinn. Þetta viðtal skírðir ágætlega ástæðu þess.

Skildu eftir skilaboð