Pólitísk ákvörðun CDC að stytta einangrun einkennalausra úr tíu í fimm daga

frettinErlent1 Comment

Síðasta miðvikudag í útsendingu New Day á CNN spurði fréttakona sjónvarps-stöðvarinnar, Kaitlan Collins, forstjóra Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) Rochelle Walensky, hvernig sú ákvörðun var tekin að stytta sóttkví einkennalausra úr 10 dögum í 5 daga fyrir alla.

Svar Walensky var athyglisvert og því kom ekki á óvart að Collins gripi inn í tal Walensky, en Walensky  sagði: „Við skoðuðum nokkur svið vísinda varðandi þetta. Í fyrsta lagi hversu mikil smit eru að eiga sér stað á tímabilinu eftir að þú smitast. Við vitum að mest af smitum eiga sér stað einum til tveimur dögum áður en þú færð einkenni og tveimur til þremur dögum eftir að þú færð einkenni. Það eru því fimm dagar sem 85% til 90% allra smita eiga sér stað. Þannig að við vildum virkilega tryggja að fyrstu fimm dagarnir væru í einangrun, þar sem mest gerist á þessu tímabili.

En hitt sem við skoðuðum var faraldsfræðin. Við erum að sjá og búumst við enn fleiri tilfellum af þessu Omicron afbrigði. Mörg þessara tilfella eru væg einkenni, ef ekki einkennalaus. Og svo að lokum atferlisvísindin. Hvað mun fólk í raun gera þegar það kemur aftur til vinnu?... [eftir hátíðarnar innsk. Fréttin.is] Ef við getum fengið það til að einangra sig, viljum við tryggja að það einangri sig fyrstu fimm dagana þegar það er mest smitandi.

Þarna greip Collins fram í fyrir Walensky og sagði: „Þannig að miðað við það sem þú ert að segja, þá hljómar þetta eins og þessi ákvörðun hafi jafn mikið með viðskipti að gera og vísindi.“

Walensky virtist slegin út af laginu við orð Collins og hikaði áður en hún sagði: „Þetta hafði í raun mikið að gera með það sem við héldum að fólk myndi þola.“

Þarna staðfesti Walensky í raun fullyrðingu Collins, Walensky virtist síðan ná áttum eftir inngrip Collins og bætti við:

„Við höfum séð tiltölulega lítið hlutfall einangrunar í þessum heimsfaraldri. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að innan við þriðjungur fólks fari í einangrun þegar það hefur þurft þess. Við viljum virkilega tryggja að við höfum leiðbeiningar á þessum tímapunkti sem fólk er tilbúið til að fylgja og sem taka sérstaklega til þess tíma þegar fólk er mest smitandi. Svo þær taka bæði til hegðunarmynsturs og þess sem fólk er tilbúið að gera.“

Collins birti viðtalið við Walensky á Twitter reikningi sínum sem fylgir með hér neðar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram kemur gagnrýni á CDC fyrir óvísindaleg vinnubrögð. Því ekki er langt síðan tímaritið The Atlantic, gagnrýndi forstjóra CDC, Rochelle Walensky, harðlega og sakaði hana um að villa um fyrir almenningi og byggja mál sitt um grímunotkun í skólum á meingallaðri rannsókn.

One Comment on “Pólitísk ákvörðun CDC að stytta einangrun einkennalausra úr tíu í fimm daga”

  1. Fyndið hvað flest lönd eru í sama takti varðandi flest allt. Allar reglur i flestum löndum breytast/koma nyjar, alltaf á sömu dagsettningum. Þetta er allt vel planað hjá þessum kakkalokkum.

    Það er laungu komin „one world government“ Það gera allir það sama á svipuðum tíma, svo augljóst scam.

    Pfizer er að græða i kringum $60b á seinasta ári. Þarft ekki nema nokkrar $miljónir til að múta fólki til að gera það sem þeir segja. þessi lyfjafyrirtæki stjórna öllu í dag.

    Við þurfum annað Nuremberg réttarhöld. Fólk er nýlega byrjað að treysta læknum og vísendamönnum eftir seinni heimstyrjoldina. Það er ástæða fyrir Nuremberg CODE.

Skildu eftir skilaboð