Yifr 10 þúsund Ástralir hafa sótt um skaðabætur eftir bóluefnaskaða

frettinErlent1 Comment

Ástralska dagblaðið Sydney Morning Herald upplýsti að stjórnvöld í Ástralíu eigi von á skaðabótakröfum upp á 50 milljónir AUD (tæplega 5 milljarðar ISK). Skaðabæturnar tengjast Covid-19 bólusetningaherferðinni, þar sem þúsundir Ástrala hafa sótt um bætur vegna heilsuskaða í kjölfarið.

Hátt í 10.000 Ástralir hafa sótt um bætur sökum tekjutaps eftir að hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna alvarlegra aukaverkana af bóluefninu.

Fjárhæð bóta eru frá 5.000 AUD (tæplega 500 þúsund ISK)per umsækjanda sem þýðir að ef allar kröfur verða samþykktar mun reikningurinn hljóða upp á 50 milljónir AUD.

Yfir 79.000 tilfelli um skaðlegar aukaverkanir hafa borist heilbrigðisyfirvöldum í landinu. Skráð hafa verið 288 tilfelli um hjartabólgur í kjölfar Pfizer bólusetninga, ásamt 160 tilfelli af segamyndun með blóðflagnafæð (thrombosis with thrombocytopenia) sem er storknunarsjúkdómur rakinn til AstraZeneca bóluefnisins.

Til að eiga rétt á bótum þarf umsækjandinn þó að hafa dvalið yfir a.m.k. eina nótt á sjúkrahúsi.

Hér neðar er sjónvarpsfrétt og viðtal við Ástrala sem greindist með gollurshússbólgu í kjölfar bólusetningar en dvaldi aldrei yfir nótt á spítala og á þar af leiðandi ekki rétt á skaðabótum.


https://twitter.com/NewGranada1979/status/1476926692505505795?fbclid=IwAR1L3PeJUqQSecL-REt5J7-ENBnJdmX0-Rqmi75ZV8-LE6ggcp_yKYXrh3Q

One Comment on “Yifr 10 þúsund Ástralir hafa sótt um skaðabætur eftir bóluefnaskaða”

  1. Þetta er flott, falsfréttamiðill að fara rangt með staðreyndir. Gerið betur en þetta og hættið að rugla í fólki.
    Inaccurate as presented in Tweet. 79,000 is the number of folks who self-reported to TGA a potential side effect they had in the 30 days post vax that they SUSPECT may be linked (any from minor headache to near death), only a tiny % of which are actually both linked & serious.

Skildu eftir skilaboð