Læknir sendir heilbrigðisráðherra opið bréf: ,,fífldirfska að sprauta börn með lyfjum á neyðarleyfi”

thordis@frettin.isInnlent, Pistlar2 Comments

Eft­ir Atla Árna­son lækni, greinin birtist í Morgunblaðinu 5. jan.

„Það er að mínu mati fag­leg áhætta, jafn­vel fífldirfska eða mögu­lega fag­leg­ur hroki, að ætla sér að sprauta börn með efni sem er með neyðarleyfi.“

Ágæti Will­um Þór!

Ég vil nota tæki­færið í upp­hafi þessa bréfs að óska þér alls velfarnaðar í nýju starfi og hef fulla trú á því að þú mun­ir standa þig vel í starfi heil­brigðisráðherra þjóðinni til hags­bóta.

Vegna ein­hliða op­in­bers mál­flutn­ings í fjöl­miðlum í tengsl­um við fyr­ir­hugaðar Covid-19-bólu­setn­ing­ar 5-11 ára barna tel ég mig, heim­il­is­lækni með ára­tuga starfs­reynslu og mik­inn áhuga á bólu­setn­ing­um og smit­sjúk­dóm­um, því miður knú­inn til að leggja hér orð í belg með hags­muni barn­anna að leiðarljósi.

Er­indið er að biðja þig um að end­ur­skoða frá grunni ákv­arðanir um að bjóða Covid-19-bólu­setn­ingu, sem sann­an­lega hef­ur lé­lega smit­vörn gagn­vart núríkj­andi af­brigði Ómíkron, fyr­ir öll þessi börn án til­lits til áhættu barn­anna af því að fá Covid-19-sýk­ingu af af­brigðinu.

Þegar ákvörðunin var tek­in um bólu­setn­ingu þessa ald­urs­hóps hér og á öðrum Vest­ur­lönd­um, voru allt aðrar aðstæður og tölu­leg­ar staðreynd­ir held­ur en blasa við í dag. Svo kom Ómíkron og þegar þetta er skrifað er Ómíkron þegar >90% greindra smita á Íslandi og á góðri leið með að ryðja öðrum af­brigðum Covid-19 burt (sbr. nýj­ar UK-töl­ur frá 24. des.).

Nú er Ómíkron-af­brigðið af Covid-19 svo nýtt að all­ir eru enn að safna gögn­um. Töl­fræðileg gögn okk­ar á Íslandi eru að mínu mati senni­lega betri en í flest­um öðrum lönd­um. Hér er tekið mikið af PCR-próf­um og öll já­kvæð sýni ræktuð og flokkuð og greind á hraðasta hátt miðlægt með aðstoð Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.

Meg­in­rök mín í þessu bréfi byggj­ast ein­mitt á þeim gögn­um og þeirri töl­fræði sem birt­ist á covid.is.

Sé þar horft á töfl­una um 14 daga ný­gengi/​100000 og um leið þá staðreynd að Ómíkron sé nýorðið ríkj­andi af­brigði sést að virkni spraut­anna gagn­vart Ómíkron-smiti er mjög lé­leg. Þar sést að ný­gengi smits „full­bólu­settra“ full­orðinna er lang­hæst og hef­ur frá 22. nóv. til 29. des. 5,5-fald­ast (550%) en smit örvun­ar­hóps­ins hef­ur á sama tíma 17-fald­ast (1.700%). Á sama tíma hafa „ekki full­bólu­sett­ir full­orðnir“ aðeins 1,7-fald­ast (70%). Sama til­hneig­ing gild­ir um „ekki full­bólu­sett börn“. Þetta geta all­ir leik­ir sem lærðir lesið sjálf­ir á covid.is og er ekki flókið og eru þá vænt­an­lega ekki nein­ar „fals­frétt­ir“.

Jafn­framt er nú­ver­andi halla­tala á kúrf­un­um, fyr­ir alla flokka bólu­settra og óbólu­settra, að stefna í mjög svipaða átt frá því Ómíkron byrjaði að koma inn af krafti í okk­ar töl­um í byrj­un des­em­ber. Nema að „full­bólu­sett­ir full­orðnir“ virðast enn þá smit­ast hlut­falls­lega mest af Ómíkron. Þetta seg­ir að mínu mati ein­fald­lega að allt bend­ir til þess að spraut­urn­ar hafi hverf­andi verndaráhrif gegn smiti af Ómíkron.

Af þessu leiðir að rök fyr­ir því að sprauta börn 5-11 ára með því að nota nú­ver­andi Pfizer-bólu­efni til að verj­ast Ómíkron-smit­dreif­ingu halda að mínu mati ekki vatni.

Þá sitja mögu­lega eft­ir rök­in um að bólu­efn­in verji 5-11 ára börn­in vel fyr­ir Covid-19-auka­verk­un­um af völd­um Ómíkron-smits!

Spraut­urn­ar al­mennt sem vörn gegn fylgi­kvill­um Covid-19 hjá full­orðnum virðast hafa sannað sig varðandi fyrri af­brigði Covid (t.d. Delta) og því bet­ur sem fleiri bólu­setn­ing­ar (örvun) eru gerðar. Alls ósannað er hins veg­ar enn að svo sé einnig með Ómíkron, t.d. sést að mun­ur­inn á ný­gengi (covid19.is) sjúkra­hús­inn­lagna hjá „full­bólu­sett­um“ ann­ars veg­ar og svo örvuðum, fer nú hratt minnk­andi. Mun­ur­inn var sex­fald­ur (600%) um 22. nóv. en er nú 28. des. tæp­lega tvö­fald­ur (200%). Þessi minnk­un áhrifa gæti or­sak­ast af Ómíkron-áhrif­um og verður fróðlegt að sjá hvort hann hverfi mögu­lega á næstu vik­um.

Nú þegar eru >3600 greind smit í þess­um ald­urs­flokki af um 32 þúsund barna hópi. Ekki er ólík­legt að þegar kem­ur að ætlaðri fram­kvæmd spraut­anna hafi mögu­lega 3.000 börn greinst í viðbót. Það er svo óreiknaður fjöldi sem smit­ast og er ekki greind­ur (ein­kenna­laus mögu­lega 50%) en blóðrann­sókn­ir gætu sannað fyrri sýk­ingu. Þannig gætu allt að 30% 5-11 ára ár­gangs þegar verið smituð. Það er að mínu mati fag­leg áhætta, jafn­vel fífldirfska eða mögu­lega fag­leg­ur hroki, að ætla sér að sprauta börn með efni sem er með neyðarleyfi (sé ekki neyðina al­mennt fyr­ir heil­brigð börn) til notk­un­ar og ekki til lang­tím­a­rann­sókn­ir á mögu­legri skaðsemi efn­anna fyr­ir þau börn 5-11 ára sem þegar hafa fengið Covid-19 og ekki orðið meint af. Þannig virðist vera talið af yf­ir­völd­um að við get­um gert bet­ur en nátt­úru­leg góð varn­ar­viðbrögð ónæmis­kerf­is barns­ins í frek­ari vernd­un þess. Það ætti því að vera að mínu mati lág­marks­krafa að sýk­ing­ar­status allra barna gagn­vart Covid-19 á þess­um aldri sem ekki hafa þegar sannað smit sé kannaður með blóðrann­sókn hjá þeim sem ætla að þiggja bólu­setn­ing­una áður en hún er fram­kvæmd.

Ekki má svo gleyma því að það tek­ur svo alla vega 6-8 vik­ur að byggja upp vörn miðað við tvær spraut­ur gefn­ar með lág­mark þriggja vikna bili á milli sprauta. Þá ætti að mínu mati stærsti hluti Ómíkron-bylgj­unn­ar að vera geng­inn yfir.

Rétt er einnig að muna að mRNA-spraut­urn­ar og sam­setn­ing þeirra við Covid-19 eru ekki hefðbundið bólu­efni eins og við þekkj­um þau, held­ur bólu­efni, sem enn er í til­raunafasa og á neyðarleyfi. Fram­leiðend­ur verða sam­kvæmt samn­ing­um ekki gerðir ábyrg­ir fyr­ir af­leiðing­um og auka­verk­un­um held­ur viðkom­andi stjórn­völd og upp­lýst samþykki þeirra sem fá spraut­urn­ar eða for­ráðamanna þeirra. Merki­legt að ekki skuli hafa form­lega verið gengið frá því hingað til. Við þess­ar aðstæður hlýt­ur kraf­an að vera sú að farið sé fram af há­marks­var­færni með notk­un bólu­efn­is­ins sér­stak­lega hjá börn­um og þunguðum kon­um.

Sam­an­dregið

1. Miðað við þegar þekkt­an Covid-19-sýk­ing­ar­fjölda barna 5-11 ára ætti að vera búið að leggja inn ná­lægt 20 börn nú þegar á spít­ala sam­kvæmt spá en sam­kvæmt land­lækni ný­lega hef­ur ekk­ert barn á þess­um aldri verið lagt hér inn á spít­ala. Þetta er okk­ar raun­veru­leiki miðað við upp­tald­ar ECDC-töl­ur og ég full­yrði að okk­ar töl­ur eru áreiðan­legri ef eitt­hvað er að ég tali nú ekki um flokk­un af­brigða. Þannig virðumst við ætla að sleppa mikið bet­ur í þess­um faröldr­um af Covid-19 og Ómíkron-af­brigðinu en þær spá­töl­ur sem lagðar hafa verið fram af yf­ir­völd­um sótt­varna og áttu að rétt­læta spraut­urn­ar.

2. Ljóst er að smit­vörn­in er mjög lé­leg með nú­ver­andi bólu­efn­um. Á móti kem­ur að vörn bólu­efn­anna gegn fylgi­kvill­um Covid-19 af völd­um Ómíkron get­ur verið mik­il­væg þótt ósannað sé fyr­ir Ómíkron-af­brigðið í dag. Gera þarf nýja op­in­bera áhættu­grein­ingu, fyr­ir ann­ars veg­ar full­frísk börn og svo hins veg­ar börn í áhættu­flokk­um, gagn­vart Covid-sýk­ing­um af völd­um Ómíkron. Þá grein­ingu þarf að bera sam­an við skamm­tíma- og lang­tíma­áhættu af inni­haldi spraut­anna fyr­ir 5-11 ára börn. Staðan væri mögu­lega öðru­vísi ef við hefðum bólu­efni sem ver vel gegn smiti af Ómíkron-af­brigðinu en svo er því miður ekki.

3. Þau bólu­efni sem verið er að nota eru alls ekki full­rann­sökuð með til­liti til auka­verk­ana né mögu­legs lang­tímaskaða. Mér finnst það hrein­lega rangt að halda því fram! Það ligg­ur m.a. í orðinu „lang­tími“ og á ekki að þurfa að deila um það þótt í hita leiks­ins tali menn eins og þau séu full­kom­lega ör­ugg. Ég hef einnig verið mjög hugsi yfir viðbrögðum yf­ir­valda við mögu­leg­um auka­verk­un­um af spraut­un­um. Miðað við það sem ég þekkti úr eig­in starfs­reynslu af þriggja fasa rann­sókn­um lyfja þá er sönn­un­ar­byrðinni núna eig­in­lega snúið við gagn­vart bólu­efn­un­um. Það þurfi nú að sanna „glæp­inn“ á lyfið (spraut­una) í stað þess að ganga út frá því að nýtt ófyr­ir­séð ástand í heils­unni sé lyf­inu að kenna þangað til annað sann­ast.

Mér finnst á stund­um kappið og dugnaður­inn við fram­kvæmd bólu­setn­ing­anna bera for­sjána of­urliði.

4. Lyfja­sag­an er full af mis­tök­um og ófyr­ir­séðum af­leiðing­um af nýj­um lyfj­um (sem bólu­efn­in eru) sem tím­inn hef­ur sýnt fram á að hafi óviðun­andi auka­verk­an­ir. Nefn­um td. thaledomid, svínainn­flú­ensu­bólu­setn­ing­in, oxycodon-far­ald­ur­inn og fleira. Við þurf­um því að sýna hóg­værð og var­kárni í vinnu­brögðum og þau þurfa að vera haf­in yfir all­an vafa. Ekki má gleyma að í húfi er líka til­trú og traust milli al­menn­ings og stjórn­valda, um bólu­setn­ing­ar og frá­bæra sögu þeirra, sem væri ákaf­lega slæmt að tapa niður í óvar­kárni.

Að öllu þessu sam­an­lögðu, ágæti ráðherra, vil ég leggja til að þú alla vega frest­ir boði um bólu­setn­ingu 5-11 ára barna um 4-6 vik­ur. Mögu­lega ekki þeirra barna sem skil­greind væru sem áhættu­hóp­ar varðandi Covid-19 vegna annarra sjúk­dóma eins og sums staðar hef­ur verið lagt til sem milli­leið meðan frek­ari upp­lýs­ing­ar eru að safn­ast sam­an. Við erum því ekki að falla á tíma nema síður sé og ýms­ir sér­fræðing­ar hafa ein­mitt varað við að vera í stór­um bólu­setn­inga­her­ferðum í miðju flóði smits.

Það hef­ur á stund­um hvarflað að mér í gegn­um Covid-19 umræðuna að mögu­lega, þegar saga heil­brigðismála verður rituð síðar meir, eigi framtíðin eft­ir að dæma þetta Covid-19-tíma­bil hart, viðbrögð, bólu­setn­ing­ar, lyfja­notk­un, lyfja­heim­inn og lækn­is­fræðina tengda hon­um. Mögu­lega verði litið á þetta í heild sem ein af stærri lýðheilsu­varn­ar­mis­tök­um frá því nú­tíma­lækna­vís­indi hófu inn­reið sína. Von­andi hef ég alrangt fyr­ir mér. Vona að þetta bréf mitt verði mörg­um til já­kvæðrar upp­lýs­ing­ar og rök­in séu skoðuð og met­in. Ef ein­hverj­ir telja þetta bréf sér­staka árás á sig þá er ég ekki að leita að söku­dólg­um held­ur að leita að ein­hverju sem hægt er að sam­ein­ast um. Við verðum að um­gang­ast þekk­ingu okk­ar og þekk­ing­ar­leysi á þess­um nýja vírus af hóg­værð og virðingu. Þess vegna ber að fara af var­færni í all­ar aðgerðir og vera alltaf viss um að skapa ekki meiri skaða með þeim en ann­ars hefði orðið.

2 Comments on “Læknir sendir heilbrigðisráðherra opið bréf: ,,fífldirfska að sprauta börn með lyfjum á neyðarleyfi””

 1. Vel að sér vikið Atli Árnason læknir fyrir að birta okkur skynsemina aftur eftir næstum því tveggja ára útlegð þökk sé handónýtum, nauðbeygðum íslenskum fjölmiðlum fyrir túkallinn. Fleiri þurfa að stíga skrefið til að vernda unga líkama. Tíminn er naumur. Hafðu hátt, ef engin hlustar skaltu öskra.

 2. Wake UP
  I think its better to speak up than remain silent in fear of going along with the masses.Time to awaken.
  Every doctor, politician, and parent should be questioning the long term safety of these vaccines for children not just 5-11 but 12-17 and on. What about the safety data for adults long term? Someone, anyone….show me the data! NEVER before has there been an Emergency approved vaccine with the NO liability from the pharmaceutical companies. So, even if we see Mal-practice or foul play on the part of Big Pharma, they cannot be sued in a court of law!

  Stop following the FDA and the CDC! Their main funding comes from Big Pharma! Look it up for yourselves. over 60% of grants are from Pfizer, Merck, Johnson & Johnson, etc. So, it’s no conspiracy theory when the facts are there for you to research. Dr Fauci has lied before congress, was involved in funding gain of research with his EcoHealth Alliance organization, and was rejected by DARPA due to risks violating Gain-of-Function moratorium. This means DARPA did not want to fund gain of function (how quickly a virus can spread) because it is dangerous. Basically, Dr. Fauci sold his soul to the devil. He will have to answer for this. Project Veritas has uncovered documents proving that he lied before congress. He knew what he was doing. And why are we still listening to his poisonous advice on a global level. Anybody remember when “masks don’t do anything to help prevent the spread?” Then a few weeks later, “Uh, masks should be used as a precaution!”
  Stop the Mask Madness. But back to the vaccine…..

  I can’t say silent anymore. Why take the risk with our children on a virus less viral than the flu (omicron variant is weaker) and choose to inject a experimental vaccine into kids? My diabetic daughter caught the delta variant which is supposed to be worse than omicron and she was perfectly fine! You couldn’t even tell she was sick!?!
  Its INSANE to me that more people are not waking up. When my family caught Covid…I was waiting for the sky to fall. It never fell. Joe Rogan said it best. There is another treatment option to the jab.Vaccines aren’t the only way. They, Big Tech, had to shut him up because the pharmaceutical companies could loose their emergency vaccine status if there was any other possible treatment option available!!!!!! In order to get emergency status there cannot not be any other treatment option available, by law!!! There’s your reason! This will pose a problem in the future for Pfizer and the rest of them thanks to Senator Marjory Taylor Greene who is going after them.

  Unfortunately, I am sad to say, that it is too late for many who have already been vaccinated. Many trusted the health care industry to steer them in the right direction. Why wouldn’t they? This will go down in history as the greatest account of crimes against humanity.
  Too many children have been vaccinated. I am praying now for a miracle. I am praying for these vaccines to be null and void. I am praying for these innocent kids to miraculously receive saline instead of the unknown. I am asking God to turn vaccines into saline! He can do it. He turned water to wine!
  As more and more adverse events are documented, and more and more adults and kids are being given boluses and vaccines, join me in praying for a miracle. For those already vaccinated, pray for safety and for healing.

  Here are some of the documents from Project Veritas explaining what this virus is.

  SARS-CoV-2, hereafter referred to as SARSr-CoV-WIV, is a synthetic spike protein chimera engineered to attach to human ACE2 receptors and inserted into a recombinant bat SARSr-CoV backbone. It is likely a live vaccine not yet engineered to a more attenuated state that the program sought to create with its final version. It leaked and spread rapidly because it was aerosolized so it could efficiently infect bats in caves, but it was not ready to infect bats yet, which is why it does not appear to infect bats. The reason the disease is so confusing is because it is less a virus than it is engineered spike proteins hitch-hiking a ride on a SARSr-CoV quasispecies swarm. The closer it is to the final live attenuated vaccine form, the more likely that it has been deattenuating since initial escape in August 2019.

  http://www.projectveritas.com

  The Covid isn’t a true virus. It’s manufactured.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *