Lagaprófessor líkir aðgerðum við nasíska hugmyndafræði

frettinInnlendar1 Comment

Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við Háskóla Íslands hefur nú verið lokaður samfellt inni í tæpan mánuð vegna Covid smita á heimilinu. Bjarni sem er þríbólusettur hefur verið einkennalaus allann tímann og komið neikvæður úr sýnatökuprófum.

Bjarni skrifar á Twitter að: ,,á 28. degi samfelldrar sóttkvíar, þríbólusettur og einkennalaus og eftir að hafa tekið covid heimapróf sem reyndist neikvætt verður mér hugsað til hugmyndarinnar um undantekninguna sem Timothy Snyder hefur m.a. fjallað um.“

Bjarni útskýrir í fjórum liðum hvað hann á við:

  1. Hugmyndin um undantekninguna, þ.e. að hættuástand réttlæti að litið sé fram hjá lögum, hefur hlotið útbreiðslu hérlendis að undanförnu. Sú hugmynd á sér ljóta sögu.

  2. Ráð Timothy Snyder prófessors við Yale háskóla við undantekningunni er eftirfarandi:

  3. Vegna þeirrar ljótu sögu sem undantekningin hefur hafa ríki komið sér saman um ramma frá hvaða viðmiðum megi víkja frá tímabundið í hættuástandi, sbr. 15. gr. MDE og 4. gr. SBSR. Ísland hefur ekki notfært sér þann ramma og ekkert slíkt ákvæði er í stjórnarskránni.

  4. Í stuttu máli, löggjöf og alþjóðasamningar gera eða geta gert ráð fyrir neyðarástandi, t.d. hefur nokkur fjöldi Evrópuríkja virkjað um skamman tíma 15. gr. MSE. Nauðsyn þarf því ekki að brjóta lög.

One Comment on “Lagaprófessor líkir aðgerðum við nasíska hugmyndafræði”

  1. Það er frábært að geta keypt sér frelsi með Covit19 bólusetningum. Þá má maður ferðast hvert og hvenær sem er, þarf ekki að fara í sóttkví, smitast ekki af Covit19. Eða hvað? Það þurfti mánaðar stofufangelsi fyrir þennan mann til að vakna upp af Þyrnirósarsvefninum en hann opnar sig hér um það fyrir alþjóð og húrra fyrir því.

    Flestir þeir sem fengið hafa bólusetningu var ekki vegna hræðslu við Covit19 heldur vegna loforða stjórnvalda og sóttvarnaryfrvalda um allan heim að fólk fengi frelsi til að ferðast án takmarkana.

    Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir sem gengust inn á þennan samning undirritaðan með blóði að þá afsöluðu þeir sér frelsi sínu fyrir helsi. Það er nú að koma betur og betur í ljós.

    Við sem sögðum nei takk erum ennþá frjáls og erum þau sem lögðu það á okkur að standast þrýsinginn og berjast fyrir frelsi allra bæði okkar eigin og þeirra sem létu plata sig í bólusetningu við Covit19.

    Það er engin skömm að hafa fallið fyrir áróðursvél óheiðarlegs fólks sem hefur hagsmuni af blekkingunni og það er ekki of seint að ganga í lið með hinum óbólusettu og endurheimta frelsi okkar úr helsi.
    Fysta skrefið er að þora að segja NEI.

Skildu eftir skilaboð