Nikoloz Basilashvili þurfti að hætta leik vegna öndunarerfiðleika

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Tennisstjarnan Nikoloz Basilashvili frá Georgíu, sem er í 22. sæti heimslistans, neyddist til að hætta leik þar sem hann lenti í öndunarerfiðleikum og þurfti á læknismeðferð að halda.

Basilashvilli var fulltrúi þjóðar sinnar í ATP bikarkeppninni í Sydney, Ástralíu en þurfti að hætta snemma í leiknum sökum öndunarerfiðleika. Hann var 4-1 undir í fyrstu lotu leiksins gegn Stefanos Tsitsipas frá Grikklandi þegar leikurinn var skyndilega stöðvaður.

Eftir að hinn 29 ára Basilashvili hafði sent langan bolta yfir til andstæðings síns gekk hann hægt út af vellinum og reyndi að anda djúpt og drekka vatn á meðan hann beið eftir að sjúkraþjálfarinn kæmi að. Þeir ræddu saman áður en læknir bættist við eftir að handabendingar bentu til þess að Basilashvili fyndi fyrir þyngslum í brjósti.

Heyrðist Basilashvili segja: „Ég á erfitt með að anda eftir hverja einustu sendingu.“

Fyrrum breska tennisstjarnan Colin Fleming sagði í athugasemdum: „Þetta er áhyggjuefni, mikið áhyggjuefni myndi ég segja. Ef manni líður eins og maður nái ekki að anda djúpt á þessu stigi og þessum styrkleika, þá er það vandamál.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *