Ungur maður í hjartastopp í World Class Laugum

frettinInnlendar6 Comments

Ungur maður fór í hjartastopp í World Class Laugum, um klukkan 19 á þriðju-dagskvöld. Þetta er haft eftir vitni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en hafði samband við blaðamann Fréttarinnar seint á þriðjudagskvöld.

Vitnið áætlar að maðurinn hafi verið um tvítugt og telur að um það bil 75 manns til viðbótar hafi orðið vitni að atburðinum.

Haft er eftir vitninu að fyrst gestir, og síðar sjúkraflutningamenn, hafi komið unga manninum til aðstoðar. Vitnið segir að endurlífgunartilraunir hafi staðið í um það bil 20-25 mínútur, áður en maðurinn var fluttur á brott með sjúkrabíl.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni World Class fékk starfsfólkið áfallahjálp og líðan mannsins er góð eftir atvikum.

6 Comments on “Ungur maður í hjartastopp í World Class Laugum”

  1. mbl.is, visir.is, dv.is ruv.is – enginn heima?

  2. Sagan segir að hann hafi því miður verið óbólusettur og með Covid, líðan eftir atvikum.

  3. Hæ Árni. Hann var bólusettur. Það er alveg 100%. Ef þetta væri rétt hjá þér þá hefði DV og hinir fjölmiðlarnir ekki þagað um þetta. Segir sig svolítið sjálft. Þannig þíðir ekkert fyrir þig að ljúga.

  4. ÉG var þarna. Hann var bólusettur ég sá það á honum. Hann var nýbúinn í booster.

Skildu eftir skilaboð