Lögreglurannsóknin á RÚV – flóttinn hafinn

frettinInnlendarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson blaðamaður skrifar á bloggsíðu sinni:

Stutt er í að niðurstöðu lögreglurannsóknar á aðild RÚV að eitrun Páls skipstjóra gagnastuldi. Starfsmenn Efstaleitis sem mega ekki vamm sitt vita, t.d. Einar Þorsteinsson, Sigrún Davíðsdóttir og Broddi Broddason ýmist hætta eða tilkynna brottför áður en ósköpin dynja yfir. Reisnin sem einu sinni var yfir þjóðarmiðlinum fjarar út í orðspori og mannskap.

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri hætti um áramót, eftir samráð við Stefán útvarpsstjóra og fyrrum lögreglustjóra. Enn hefur Stefán ekki auglýst stöðu fréttastjóra. Flaggskipið Kveikur, sem strandaði í Namibíu, er ekki á dagskrá út janúar hið minnsta.

Starfsmenn RÚV með stöðu grunaðra sitja á vitneskju um stöðu lögreglurannsóknarinnar, þótt ekki sé nema um yfirheyrslur yfir þeim sjálfum. Fjölmiðillinn er þögull sem gröfin en á göngum og í kaffipásum er margt hvíslað. Til dæmis um að flýja sökkvandi skip.

Þeir sem ganga frá borði eftir að lögreglurannsóknin verður heyrinkunn gera það vísast ekki með reisn. Margt mannorðsmorðið var plottað á Glæpaleiti. Nú styttist í skuldadaga.

Skildu eftir skilaboð