Móðir leitar ráða eftir harkalega meðferð á syni hennar í sýnatöku

frettinInnlendarLeave a Comment

Móðir segir frá því í facebookhópnum mæðratips að hún hafi farið með fimm ára son sinn í PCR sýnatöku í Orkhúsinu í nóvember. Hún lýsir því að ungur maður, í kringum tvítugt, og talaði bjagaða íslensku hafi verið afar harkalegur við barnið.  Móðurinni sem ekki leist á starfsmanninn hafði óskað eftir öðrum til að taka prófið sem væri vanur börnum, en var sagt að það var ekki hægt.

Móðirin segir son sinn hafa verið mjög hræddan fyrir, þar sem hann hafi þurft að fara fimm til sex sinnum áður í sýnatöku. En í þetta sinn hafi það verið öðruvísi og segir móðirin unga starfsmanninn hafa rifið drenginn úr fangi hennar og hlegið á meðan drengurinn orgaði. Móðirin bað hann að hætta og sagðist vilja róa barnið. Starfsmaðurinn hafi þá hent barninu aftur í fangið á henni og ýtti höfði þess aftur og tekið prófið með harkalegum hætti, allt á meðan móðirin bað hann að hætta og leyfa henni að róa drenginn. Hún bætti því við í samtali við Fréttina að hún hafi kallað á annað starfsfólk til að hjálpa sér en það bara staðið og ekkert gert.

Móðirin segir að nú þurfi drengurinn að fara aftur í sýnatöku vegna smits á leikskólanum en hún neiti að bjóða honum upp á þetta aftur og neiti jafnframt að trúa því að þetta sé eina leiðin til að kanna með smit barns. Hún spyr aðrar mæður um ráð og segir heimilislækni sinn segja ekkert annað vera í stöðunni en þessa ómannúðlegu meðferð á barninu.  Hún sagði við Fréttina að barnið myndi ,,sturlast af hræðslu" ef það kæmi nálægt staðnum aftur.

Myndin er birt með leyfi móðurinnar en nafn og mynd tekin út. Nokkrum atriðum hefur verið bætt við frásögnina eftir samtal við móðurina.


Image

Skildu eftir skilaboð