Ragnheiður Ósk sú eina sem neitar móttöku ábyrgðarpósts – bréfið endursent

frettinInnlendar1 Comment

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir neitar að taka við ábyrgðarbréfi sem Samtökin frelsi og ábyrgð sendu til hennar og tuga annarra sem koma með óbeinum og beinum hætti að aðgerðum sem sóttvarnaryfirvöld hafa stjórnað síðustu tvö ár.

Ragnheiður er sú eina sem hefur hafnað viðtöku bréfsins. Í bréfinu er fjallað um fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda um að sprauta 5-11 ára börn í skólum landsins og margar hliðar málsins skoðaðar.

Í bréfinu er vísað til mögulegrar skaðsemi lyfjanna sem hvorki eru fullrannsökuð eða óumdeild, undirbúningi aðgerða í skólum sem Ragnheiður kom að er getið en þar er meðal annars talin þörf á að: ,, ... læknir og bráðaliði fylgi hjúkrunarfræð-
ingum inn í skólana og aðstoði við sprautuherferðina. Þá er talið nauðsynlegt að ekki sé lengra en 30 mínútur í næstu sjúkrastofnun komi óheppilegar aðstæður upp.“  Auk þess segir í bréfinu: ,,Það að sprauta börn með einhverju sem ekki er vitað hvaða áhrif hefur til langframa til að verja aðra, hlýtur að ganga í berhögg við siðareglur lækna.“

Meðal viðtakenda bréfsins eru Salvör Nordal umboðsmaður barna og Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands sem tjáðu sig opinberlega um málefnið á þá leið að skólarnir eigi ekki að vera vettvangur fyrir þessar aðgerðir enda eru þær á kostnað þess hlutverks sem skólum ber að gegna. Það sem til stóð af hálfu sóttvarnaryfirvalda brýtur einnig í bága við hlutverk kennara sem undirstrikað er í siðareglum kennara.

Á sama tíma og Salvör og Þorsteinn bregðast við bréfinu, hafnar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir viðtöku þess en Ragnheiður hefur gegnt lykilhlutverki á vegum sóttvarnayfirvalda í undirbúningi aðgerða sem áætlaðar voru í skólunum og ætla má að bréfið eigi ríkt erindi til hennar, jafnvel ríkara en til margra annarra viðtakenda.

Innihald bréfsins leiðir í ljós að enginn getur síðar meir firrt sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu eða upplýsingaskorts, ábyrgðin er þeirra sem taka þátt í þessum aðgerðum og hvetja til þeirra. Einnig eru í bréfinu hlekkir á rannsóknir og upplýsingar sem telja má að Ragnheiður Ósk og aðrir í svipaðri stöðu hefðu mikið gagn af að lesa. Samtökunum hefur borist bréfið aftur og þar sést að Ragnheiður Ósk hafnaði viðtöku þess.

Slóðin á bréfið er hér .

One Comment on “Ragnheiður Ósk sú eina sem neitar móttöku ábyrgðarpósts – bréfið endursent”

  1. „It is difficult to get a man to understand something when his salary depends upon his not understanding it.“ – Upton Sinclair

Skildu eftir skilaboð