Sóttvarnalæknir blekkir ríkisstjórnina – viljandi eða sökum kunnáttuleysis?

frettinPistlarLeave a Comment

Jóhannes Loftsson verkfræðingur fjallar á Facebook á síðu sinni í dag um fullyrðingu sóttvarnalæknis sem fram kemur í eftirfarandi setningu á bls. 3 í minnisblaði hans frá 20.desember sl.: ,,Mjög fáir hafa smitast eftir að hafa fengið örvunarskammt eða um 110 manns af um 149.000 bólusettum (0,07%).

Jóhannes segir að þrjár veigamikla skekkjur séu í þessari yfirlýsingu sóttvarnalæknis til ríkisstjórnarinnar þar sem að tölurnar 110 smit og 149.000 bólusettir séu ekki sambærilegar tölur.

Hverjar eru skekkjurnar?

Í fyrsta lagi til að einstaklingur geti talist vera með örvun þurfa að líða tvær vikur frá örvunarsprautu. Fólk sem smitast innan þessara tveggja vikna er því ekki talið með í tölunni 110 smit. Ef þau smit væru talin með yrði smittalan nokkuð hærri því tugþúsundir voru skilgreindir örvunarsprautaðir en voru ekki komnir með örvun á þessum tíma.

Í öðru lagi ætti talan 149.000 að vera lægri vegna þeirra tveggja vikna sem þurfa að líða þar til örvun teljist orðin virk. Í upphafi desember mánaðar var ekki búið að sprauta nema rétt um 100 þúsund manns sem er um það bil sá fjöldi sem var kominn með virka örvunarbólusetningu daginn sem sóttvarnarlæknir reiknar tölfræðina frá (líklega 17. desember).

Í þriðja lagi söfnuðust smitin sem um ræðir upp yfir langan tíma. Á fyrri hluta tímaskalans voru því mjög fáir komnir með virka örvunarbólusetningu. Það er ekki hægt að taka hæstu og nýlegustu töluna í enda tímabilsins og deila í fjölda smita heldur væri nær að taka meðaltal þeirra sem voru með örvun yfir tímann sem er um það bil helmingurinn.

Skortur á tölfræðikunnáttu eða einbeittur brotavilji?

,,Að blanda saman þessum tölum (110 smit og 149.000 bólusettir) og fá út 0,07% ber annað hvort vott um algeran skort á tölfræðikunnáttu eða einbeittan brotavilja til að blekkja ríkisstjórnina. Vonandi halda menn áfram að birta þessi minnisblöð, svo vitlaus eru þau. Kannski fleiri fari þá að vakna yfir óstjórninni.

Lesandanum til frekari glöggvunar bendir Fréttin.is á að vegna reglunnar um að tvær vikur þurfi að líða frá því að efninu er sprautað í líkamann og viðtakandi telst fullbólusettur með örvun voru nánast allir þeir sem fengu örvunarskammt í des-ember ekki orðnir fullbólusettir með örvun fyrr en eftir þann tíma sem minnisblað sóttvarnalæknis var ritað. Sá fjöldi telur tugi þúsunda og þá einstaklinga hefði sóttvarnalæknir ekki átt að telja með til að fá töluna 149.000 sem hann notaði síðan til að reikna hlutfall þeirra sem hefðu smitast eftir örvunarskammt.

Þá kemur fram í grein Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings í Morgunblaðinu í dag sem ber heitið ,,Minnkar bólusetning vörn gegn smiti? að eftir 20. desember og því eftir að minnisblað sóttvarnalæknis var ritað hafi tölur um 14 daga nýgengi smita miðað við bólusetningarstöðu tekið mjög óvænta stefnu. Tiltekur hann meðal annars að smit fullorðinna með örvun á hver 100 þúsund hafi ríflega ellefufaldast.

Það er því enn frekar ljóst miðað við nýjustu smittölur af covid.is að yfirlýsing sóttvarnalæknis til ríkisstjórnarinnar um ágæti örvunarskammts og lága smittíðni hafi aldrei átt rétt á sér.

Eftir situr hins vegar spurningin, hvers vegna blekkti sóttvarnalæknir ríkisstjórnina?


Skildu eftir skilaboð