Neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku þriggja fyrirtækja sögð mannleg mistök og gallar í verklagi

thordis@frettin.isInnlent1 Comment

Rétt fyrir áramótin greindi Fréttin frá því að Margrét Friðriksdóttir ritstjóri miðilsins ætlaði sér að fara í sýnatöku hjá fyrirtækinu Arctic Therapeutics sem býður upp á hraðpróf. Margrét sem er með undanþágu landlæknisembættisins frá sýnatöku úr nefkoki taldi að fyrirtækið gæti tekið aðeins sýni úr munnkoki eins og hægt er hjá Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut.

Þegar í ljós kom að það væri ekki hægt með hraðprófum samkvæmt starfsfólki Arctic Therapeutics hætti Margrét við sýnatökuna, en hún hafði verið skönnuð inn í kerfið við komuna.

Um það bil tveimur tímum síðar barst Margréti sms frá fyrirtækinu ásamt tölvu-pósti með vottorði um að hún væri ekki með Covid, prófið hefði reynst neikvætt.

Vinkona Margrétar ákvað þá að fara í rannsóknarleiðangur og bókaði tíma í Hörpu þar sem Arctic Therapeutics er einnig með þjónustuna (Margrét hafði farið á Kleppsmýmarveginn). Hún var skönnuð inn og fékk afhent sýnatökuglas og óskaði eftir sýnatöku úr munnkoki. Hún fékk sama svarið og Margrét, að það væri ekki í boði og yfirgaf hún því staðinn án þess að taka prófið.

Um tveimur klukkustundum síðar barst  sms og vottorð með tölvupósti um að hún væri ekki með Covid. Ákvað hún þá að bóka tíma á sýnatökustað Öryggismið-stöðvarinnar. Nákvæmlega það sama gerðist þar, fyrirtækið sendi sms og vottorð frá Sameind rannsóknarstofu innan tveggja tíma um að prófið væri neikvætt.

Haft var samband við bæði fyrirtækin auk Sameindar rannsóknarstofu og óskað útskýringa. Forstjóri Arctic Therapeutics svaraði með pósti:

,,Arctic/CovidTest er nýtt fyrirtæki sem er búið að byggja upp kerfi á stuttum tíma sem er að ná að þjónusta þúsundir einstaklinga á dag og eins og stundum kemur fyrir með ný kerfi þá er ekki hugsað fyrir öllum hugsanlegum möguleikum eins og að fólk mæti í sýnatöku, skrái sig inn og hætti svo við að gefa sýni án þess að starfsmenn taki eftir eða skrái niður – eftir að hafa skimað öll sýni sem hafa verið keyrð teljum við afar ólíklegt að þetta hafi komið upp áður, nema í tengslum við fréttina sem verið var að birta. Við tökum þetta vissulega alvarlega og erum þegar búin að breyta verklaginu til þess að fyrirbyggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.

Framkvæmdastjóri AVIÖR sem er deild innan Öryggismiðstöðvarinnar hafði samband símleiðis og baðst afsökunar á mannlegum miðstökum og sagði starfsmanninn hafa fyrir mistök ýtt á rangan hnapp.

Framkvæmdastjóri Sameindar sem einnig fékk senda fyrirspurn svaraði ekki en eins og áður segir er vottorðið gefið út af þeim. Samkvæmt síðunni test.covid.is eru Öryggismiðstöðin, Sameind og AVIÖR í samstarfi með umrædd hraðpróf.

Fréttinni hefur síðan borist ábending frá föður barns sem var í smitgát og þurfti að fara í sýnatöku. Faðirinn bókaði tíma þann 6. janúar fyrir barnið hjá heilsu-gæslunni á Suðurlandsbraut 34. Þegar inn var komið óskaði hann eftir munn-vatnsprófi fyrir barnið en fékk þau svör að það væri ekki í boði.

Feðgarnir snéru því heim án sýnatöku en skömmu síðar kom svar um að sýnið hafi reynst neikvætt.  Svar starfsmanns við þessu var að villa hafi verið í kerfi Origo sem heldur utan um strikamerkjakerfið en að það væri komið í lag.

Þess má geta að prófin eru fólki endurgjaldslaus en ríkið greiðir þjónustuaðilum um 4-6 þúsund krónur fyrir hvert próf.

One Comment on “Neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku þriggja fyrirtækja sögð mannleg mistök og gallar í verklagi”

  1. Það er apótek sem gerir þetta hérna á Spáni. Hraðprófið kostar 30 Evrur en ef menn vilja þá geta þeir fengið neikvæða niðurstöðu án prófs en greiða fyrir það 50 Evrur. Mér sýnist að tekjumissirinn sé talsverður séu prófin kláruð. 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *