Ungur drengur frá Afghanistan sameinaður fjölskyldunni á ný

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Ungur afganskur drengur sem hefur verið aðskilinn frá foreldrum sínum síðan í ringulreiðinni í agúst í brottflutningi Bandaríkjanna frá Afganistan, hefur loksins verið sameinaður fjölskyldu sinni á ný.

Talibanar höfðu nýlega tekið við stjórn landsins og margir Afganar reyndu í örvæntingu að flýja landið.

Bandarískum hermanni var rétt tveggja mánaða gamalt barn, Sohail Ahmadi, yfir grindverk til að verja það fyrir troðningi þegar þúsundir reyndu að ryðja sér leið inn á flugvöllinn í Kabúl. Þegar fjölskylda Sohail var komin inn fyrir var barnið hvergi að finna.

Hafði fengið nafnið Mohammad Abed og átti mörg systkini

Eftir mikla en tilgangslausa leit að snáðanum var faðir hans Mirza Ali Ahmadi, sem hafði starfað sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu, móðir hans Suraya og fjögur önnur börn þeirra sett í rýmingarflug til Bandaríkjanna.

Í marga mánuði höfðu þau ekki hugmynd um hvar ungur sonur þeirra var niðurkominn.

En eftir að hafa lesið frétt Reuters um leit fjölskyldunnar að Sohail í nóvember fannst hann á heimili 29 ára gamals leigubílstjóra að nafni Hamid Safi.

Safi sagðist hafa fundið Sohail einan og grátandi á jörðinni á flugvellinum, að sögn frétta- stofunnar. Eftir að hafa reynt að finna fjölskyldu drengsins ákvað hann að fara með hann heim til konu sinnar og barna og ala hann upp sem sinn eigin son.

Þeir nefndu barnið Mohammad Abed og birtu myndir af öllum börnum þeirra saman á Facebook-síðu herra Safi.

Þegar staðfest hafði verið hvar Sohail væri niðurkominn fór afi barnsins, Mohammad Qasem Razawi, sem býr í Badakhshan-héraði í norðausturhluta landsins, langa ferð til Kabúl og bað um að barninu yrði skilað.

Safi neitaði hins vegar að afhenda barnið og krafðist þess að hann og fjölskylda hans yrðu einnig flutt til Bandaríkjanna, að sögn Reuters.

Eftir sjö vikna samningaviðræður og stutt varðhald yfir Safi kom lögregla Talíbana á samkomulagi milli fjölskyldnanna tveggja og barninu var skilað til afa síns að því er Reuters greindi frá.

Horfðu á endurfundi frá Bandaríkjunum í gegnum myndspjall

Foreldrar Sohail sögðust himinlifandi eftir að hafa horft á endurfund afans og barnsins í gegnum myndspjall.

„Það eru fagnaðarfundir, dans, söngur,“ sagði afinn. „Þetta er alveg eins og brúðkaup.

Foreldrarnir vonast til að fljótlega verði gerðar ráðstafanir til að Sohail verði fluttur til Bandaríkjanna, þar sem foreldra hans og systkini hafa sest að.

BBC greindi frá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *