RÚV og Fréttin: umdeildir fjölmiðlar

frettinInnlendarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar

RÚV birtir frétt um að annar fjölmiðill, Fréttin.is, sé umdeildur og ætti ekki að fá leyfi til að mæta á blaðamannafundi.

Í frétt RÚV er Fréttin.is bendluð við falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

RÚV lætur falsfrétt standa um að þrír Íslendingar sæti ákæru í Namibíu og nafngreinir þá. En það eru engir Íslendingar sem sæta ákæru í Namibíu. Sú vitneskja hefur legið fyrir frá í október. En áfram stendur falsfrétt RÚV óuppfærð og óleiðrétt.

Lögreglurannsókn stendur yfir á aðild RÚV að eitrun og gagnastuldi. Ekki er vitað til þess að Fréttin.is sé undir lögreglurannsókn.

Spurning hvor fjölmiðillinn sé umdeildari, RÚV eða Frettin.is?

Heimild

Skildu eftir skilaboð