Fauci hefur staðið að rannsóknum á kórónuveirunni – neitaði því eiðsvarinn

thordis@frettin.isErlent1 Comment

Uppljóstrunarsamtökin Project Veritas hafa komist yfir skjöl tengd Bandaríkjaher sem ekki hafa komið fram áður um uppruna COVID-19, rannsóknir á virknibreytingu (Gain of Function research), bóluefni, hugsanlegra meðferða sem hefur verið haldið leyndum og sem sýna viðleitni stjórnvalda til að halda þessu öllu leyndu.

Skjölin koma úr skýrslu frá Defense Advanced Research Projects Agency, betur þekkt sem DARPA, og var falin í leynilegri en sameiginlegri gagnageymslu.

DARPA er undirstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins og sér um að nýta tæknirannsóknir til hernaðarlegra nota, sjá dæmi þess hér.

Project Veritas komst yfir skýrslu dags. 13. ágúst 2021 til eftirlitsmanns varnarmálaráðuneytisins, skrifaðri af Joseph Murphy major og fyrrverandi starfsmanni DARPA.

Í skýrslunni kemur fram að EcoHealth Alliance hafi leitað til DARPA í mars 2018 og óskaði efti fjármögnun til að framkvæma rannsóknir á virkninámsbreytingum  á kórónavírusum sem finnast í leðurblökum. Verkefnið sem var nefnt, Project Defuse , var hafnað af DARPA m.a. vegna öryggissjónarmiða.

Samkvæmt skjölunum fór National Institute of Allergy and Infectious Diseases (NIAID), undir stjórn Antony Fauci, aftur á móti að stunda þessar rannsóknir á virkninámsbreytingum í Wuhan í Kína og á nokkrum stöðum víðsvegar um Bandaríkin.

Fauci hefur hins vegar ítrekað haldið því fram, eiðsvarinn, að National Institute of health (NIH) og NAIAD hafi ekki tekið þátt í rannsóknunum með EcoHealth Alliance. En samkvæmt skjölunum sem Project Veritas komst yfir og sem útlista hvers vegna beiðni EcoHealth  Alliance var hafnað, flokkaði DARPA rannsóknirnar vissulega sem virkninámsbreytingar (Gain of Function).

„Beiðnin minnist ekki á eða metur hugsanlega áhættu af virkninámsbreytingum,“ er bein tilvitnun í DARPA í höfnunarbréfinu til EcoHealth Alliance.

Skýrsla Murphy Major fjallar um áhyggjur af COVID-19 virkninámsbreytingum, leynd skjala, að lækningu með lyfjum eins og Ivermectin og Hydroxychloroquine sé haldið leyndum og markvisst verið reynt að þagga niður ásamt staðreyndum um mRNA bóluefnin.

Project Veritas leitaði til DARPA og ræddi við samskiptastjórann, Jared Adams, sem sagði: „Þetta hljómar ekki eðlilega fyrir mér.“ Þá sagði hann geymslu skjalanna ekki hafa verið eðlilega.

Í myndbandi  (sjá neðar) sem var birt á mánudagskvöld þegar þessi uppljóstrun fór í loftið spurði forstjóri Project Veritas, James O'Keefe, DARPA grundvallar-spurningar:

„Hver hjá DARPA tók ákvörðun um að leyna upprunalegu skýrslunni?

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir allan þennan heimsfaraldur sem hefur leitt til dauða 5.4 milljóna manna um allan heim og valdið mörgum milljónum til viðbótar miklum sársauka og þjáningum.

Anthony Fauci hefur ekki enn svarað beiðni Project Veritas um athugasemdir.

Heimild: Project Veritas.

One Comment on “Fauci hefur staðið að rannsóknum á kórónuveirunni – neitaði því eiðsvarinn”

  1. Takk fyrir þennan nýja miðil, það hefur verið þörf á slíkum í langan tíma. Vonandi fara fleiri að ykkar ráði og stofna miðil sem er viljugur til að fjalla um gagnrýnt um viðkvæm málefni.

    ég hef tekið eftir að þið notið farsíma til að taka upp myndbönd sem þið getið væntanlega ekki halað niður. Vildi benda á þennan hugbúnað sem gerir ykkur kleift að afrita hvað sem er að gerast á skjá ykkar, þannig er hægt að skapa stafræna útgáfu af myndbandi með því einu að spila það á tölvunni. Þannig eruð þið laus við þessi hreifðu amatör myndbönd. 😉

    https://obsproject.com/

    Bkv

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *