Fréttin ehf. kaupir lénið Fréttin.is sem var í eigu óprúttins aðila

frettinInnlentLeave a Comment

Fréttin ehf. sem er með lénið Frettin.is hefur nú einnig keypt lénið Fréttin.is, en lénið hafði verið keypt af forritara sem virðist vera pólitískur andstæðingur og notaði það til að níða niður ritstjórann, Margréti Friðriksdóttur, og miðililinn sjálfan.

Margrét hafði samband við forritarann eftir að hún lét rekja hver viðkomandi væri og bauð honum að kaupa lénið. Aðililinn tók tilboðinu strax með því skilyrði að Margrét myndi ekki láta nafn hans getið, sem var samþykkt.

Athygli vekur að margir fjölmiðlar hafa margoft vísað í rangt lén þ.e. Fréttin.is með séríslenska stafnum É, en þetta hefur orðið til þess að margir hafa ruglast og farið inn á ranga síðu.

Nú er þetta vandamál úr sögunni því eins og fyrr segir þá hefur félagið keypt lénið og er nú miðililinn vistaður á tveimur lénum þ.e. Frettin.is og Fréttin.is.

Skjáskot af öðrum miðlum þar sem villt er um fyrir fólki, áður en lénið var keypt má sjá hér að neðan.

Visir.is

RÚV

DV

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *