250-500 milljónir skammta á leið á haugana?

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Ný skýrsla sýnir að hundruðir milljóna skamta af Covid bóluefnum eru við það að renna út á næstu vikum.

Búist er við að um 240 milljónir skammta keyptir af Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Kanada og Evrópusambandinu verði ónotaðir og renni út í mars, sagði greiningarfyrirtækið Airfinity Ltd. í London á fimmtudag. Fjöldi ónotoðra skammta gætu mögulega orðið 500 milljónir í mars ef önnur lönd sem fá gjafaskammta hafa ekki nægan tíma til að dreifa, sagði fyrirtækið.

„Jafnvel eftir vel heppnaða örvunabólusetningar eru umframskammtar tiltækir sem mögulega fara til spillis ef þeir verða ekki notaðir mjög fljótlega,“ sagði Rasmus Bech Hansen, framkvæmdastjóri Airfinity, í yfirlýsingu. „Tilkoma omicron og líkur á framtíðarafbrigðum sýnir að það ekki megi sóa meiri tíma."

Um helmingur Evrópubúa bólusettur og vaxandi andstaða þróunarríkja

Í lok nóvember sl. höfðu aðeins um 54% Evrópubúa verið fullbólusettir. Í þróunarlöndum er vaxandi andstaða við Covid bólusetningar og hafa ríkin þurft að farga bóluefni sem var við það að renna út. Ljóst er því að framboðið er meira en eftirspurn.

Norður-Kórea er eitt þeirra landa sem hefur afþakkað allt Covid bóluefni. Norður-Kórea og afríkuríkið Eritrea eru þau lönd sem hafa ekkert Covid bóluefni notað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *