D-vítamínskortur Íslendinga – rannsókn birt í Læknablaðinu árið 2020

frettinInnlendarLeave a Comment

Samantekt eftir Erling Óskar Kristjánsson.

D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og líkamlegan þroska barna, ekki eingöngu til að bæta beinheilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans. Embætti landlæknis ráðleggur að D-vítamínþéttni í blóði sé minnst 50 nmól/l. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hve stór hluti íslenskra barna og ungmenna næðu ráðlagðri D-vítamínþéttni við 7, 9, 15 og 17 ára aldur.

Í öllum mælingum voru um eða yfir 60% barna með lægri þéttni D-vítamíns í blóði en Embætti landlæknis ráðleggur. Einungis 13% náðu viðmiðum um þéttni yfir 50 nmól/l í endurteknum mælingum og 38,9% einstaklinganna voru með lægri en ráðlagða þéttni í minnst tveimur blóðprufum.

Í rannsókninni er miðað við 50 nmól/l, enda er það gamalt viðmið til að forðast beinkröm. Erlendir fagaðilar og sérfræðingar vilja meina að allt undir 75 eða 100 nmol/l sé of lítið.

Ég geri ráð fyrir að ástandið sé álíka slæmt hjá fullorðnum, en þetta er einfaldlega óviðunnandi.

Fjöldi rannsókna hafa sýnt tengsl milli D-vítamínskorts og alvarlegra veikinda af völdum veirunnar víðfrægu, og annarra öndunarfærasýkinga.

Safngreining á tvíblindum slembivalsrannsóknum (hæsti gæðaflokkur) hefur sýnt að ef manneskja sem er með D-vítamínskort tekur D-vítamín minnkar hún líkurnar á að veikjast af öndunarfærasýkingu um 50%. Skammtastærðir voru hins vegar ekki endilega ákjósanlegar, auk þess sem þátttakendur í rannsóknum muna ekki alltaf eftir að taka töflurnar sínar, svo raunverulega ábati er sennilega enn meiri.

Nú er verið að bólusetja börn við veirunni. Það væri kannski ráð að gefa þeim D-vítamínsprautu í leiðinni eða í staðinn. Myndi kannski gera þeim meira gott.

Hvað eru foreldrar að láta börnin sín taka mikið D-vítamín á dag?

Halda þeir að svokallaður "ráðlagður dagskammtur" sé nóg? Eða að það sé nóg að taka Lýsi? Þætti gaman að heyra álit fólks.

Það væri kannski ráð að fara til læknis og láta mæla magn í blóði. Auka neysluna allverulega ef magnið er undir 75 nmol/l.

Heimild: Læknablaðið

Skildu eftir skilaboð