Óþekki læknirinn og sóttvarnarskrifræðið

frettinInnlendar1 Comment

Arnar Sverrisson skrifar:

Neðanmáls má finna krækju á stórfróðlegt spjall við „óþæga“ lækninn, Guðmund Karl Snæbjörnsson. Hann kemur víða við, bendir t.d. á tilurð veirunnar í Wuhan, meðferðarvanrækslu lækna, þöggun þeirra, sem viðrað hafa skoðanir og stefnu, sem ekki er þóknanleg yfirvöldum, bæði heima og erlendis. Hann fjallar PCR um (polymerase chain reaction) prófið sem ófullkomið sjúkdómsgreiningartæki; um neyðarleyfi fyrir notkun tilraunalyfja og samning um kaup á þeim, áður en virkni þeirra varð ljós, og hvernig samningurinn firrir lyfjafyrirtækin ábyrgð á framleiðslu sinni - svo það helsta sé talið.

Þá telur Guðmundur Karl það „algjörlega galið“ og „glæpsamlegt“ að bólusetja börn með barnalyfi Pfizer (baby Pfizer), þar eð þau hafi frá náttúrunnar hendi vernd, sem sé allt að því fullkomin. Vísar í sænskar, þýskar og breskar rannsóknir, sem allar sýna, að einungis fá börn hafi veikst alvarlega og ekkert þeirra látist af völdum veirunnar.

Guðmundur Karl bendir á nokkrar eftirtaldar, kunnar aukaverkanir; andlát, heilablæðingar, hjartabólgur, blóðtappa, skaða á æxlunarfærum kvenna og eistum karlmanna, höfuðverki, hita, vöðvaverki, að viðbættum fósturlátum og nýrnabilun. Jafnframt bendir Guðmundur Karl á, að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í þessu efni, þ.e. ófyrirséðar afleiðingar „bólusetningarinnar,“ sem ugglaust munu koma.

Guðmundur Karl víkur einnig að villandi skráningum dauðsfalla af völdum veirunnar. Ég heyri ekki betur, en að skoðanir hans séu í aðalatriðum samhljóma skoðunum þeirra, sem gerst til þekkja meðal erlendra starfsbræðra og -systra – og sem einnig hefur verið útskúfað.

Útskúfunarsagan, er lýtur að kófi og bólusetningum, er á þessa leið:

„Lyfjastofnun hefur gert Guðmundi Karli Snæbjörnssyni, sérfræðingi í heimilislækningum að eyða tveimur Facebook-færslum sínum þar sem hann fjallar um lyfið Ivermectin og kosti þess gegn Covid-19. Stofnunin telur skrif Guðmundar, sem skrifar undir nafninu Kalli Snæ, flokkast undir lyfjaauglýsingu. … en í bréfi hennar segir … að krafist sé að færslunum verði eytt innan 2ja daga frá birtingu úrskurðar stofnunarinnar. Að öðrum kosti svarað með dagssektum og lögsókn.“ (Fréttablaðið 11. jan. 2021)

„Guðmundur Karl hefur einnig varað við bólusetningum gegn Covid-19 og haft uppi gagnrýni á ýmislegt í stefnu sóttvarnayfirvalda í baráttunni gegn Covid-faraldrinum. Hann segir að kæra Lyfjastofnunar sé tilkomin vegna þess að hann hafi sótt að stofnuninni og krafist vísindalegrar raka fyrir höfnun hennar á lyfinu Ivermectin. „Þeir svara með því að fara í manninn. Þegar ég lagði fram síðasta kröfubréf til Lyfjastofnunar þá kæra þeir mig tveimur dögum seinna til lögreglu.

Ég hef skrifað meira um Covid en flestir aðrir kollegar mínir hér á landi og síðustu níu mánuði hef ég beitt mér fyrir notkun Ivermectin. Við erum að sjá gríðarlegan árangur af notkun þessa lyfs úti í heimi. En hvorki kollegar mínir á Landspítalanum né sóttvarnayfirvöld hafa kynnt sér þetta nokkuð. Ég kynnti lyfið fyrir kollegum á Landspítalanum á síðasta ári og höfðu þeir ekki heyrt lyfsins getið. Þeir tala líka umfram getu sína og þekkingu og sóttvarnalæknir leitar álits þeirra varðandi notkun lyfsins,“ ...

Ég hef verið að krefja Lyfjastofnun og Sóttvarnalækni skýringa á því hvers vegna okkur læknum er meinað að gefa lyf sem við eigum að geta gefið samkvæmt Lyfjalögum og af mannúðarstæðum, tilgreint í sömu lögum. Fyrir almenning. Skýringarnar hafa ekki komið og þeir vissu að ég var að fara með þetta í stjórnsýslukæru sem er komin til heilbrigðisráðuneytisins og fer áfram ef þetta verður ekki afgreitt með eðlilegum hætti. Ég var kærður á þeim forsendum að þeir höfðu heyrt utan að sér að ég hefði áhuga á framleiðslu Ivermectin. Ég var í viðræðum við lyfjafyrirtæki sem heitir Pharmarctica og er staðsett á Grenivík um að setja saman Ivermectin til að gera klínískar rannsóknir á því hér á landi. Ég var í viðræðum við lækna Landspítala um þetta og Lyfjastofnun var eðlilega kunnugt um málið, en neitaði aðstoð og framgangi þess. …

Lögreglan spurði hvort ég hefði verið að framleiða lyf, þeir höfðu heyrt af því. Næsta spurning var sú hvort ég hefði skrifað undanþágulyfseðla til fólks upp á Ivermectin. Það er rétt, að við skrifuðum upp á þetta fyrir okkur sjálfa, nokkrir læknar, í desember síðastliðnum. Við fengum þá lyfseðla samþykkta en okkur var meinað um að skrifa upp á fyrir eiginkonur okkar og alþingismenn og lögfræðinga sem voru á óskalistanum eftir þessu lyfi. Þessu var neitað fyrir alla nema okkur sjálfa. Þarna var Lyfjastofnun að brjóta jafnræðisreglu og meðalhófsreglu. En spurningarnar héldu áfram og það var verið að klína því á mig að þessum lyfjum hefði ég verið að dreifa til annarra. En það hvarflaði ekki að mér að leysa lyfið út fyrir sjálfan mig fyrst ég mátti ekki gefa það öðrum. …

Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri og að brjóta lagagrein sem getur varðað sex ára fangelsi, …“ (DV 21. júní 2021)

„Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir lenti hér á landi í morgun og ætti samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum að sæta fimm daga sóttkví þar sem hann er ekki bólusettur fyrir Covid. Hann bendir á að það sé ekki meiri hætta sem stafi af óbólusettum en bólusettum.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir (Kalli Snæ)

Læknirinn segir engar vísindalegar forsendur liggja fyrir þessari mismunun sem er auk þess augljóslega brot á stjórnarskrá landsins. Ekki ósvipað því þegar skylda átti fólk í stofufangelsi sóttvarnahótelanna hér forðum.

„Sóttvarnalæknir verður einfaldlega að sýna fram á einhver vísindi þessu til stuðnings, nægir ekki þó honum hugnist, eða af „pólitískum" ástæðum vilji hann og heilbrigðisráðherra mismuna fólki, það líka ólöglegt. (Fréttin 2. okt. 2021)

„Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar þar sem umsókn læknis um að ávísa lyfinu ivermectin sem fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 var hafnað. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að Guðmundur Karl vildi fá að ávísa lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 og til þeirra sem væru að glíma við væg einkenni til að draga mætti úr eða koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús.

Lyfjastofnun hafnaði þeirri beiðni á þeim forsendum að hér á landi væru samræmdar aðgerðir við COVID-19. Meðferð og forvarnir væru í höndum sóttvarnalæknis og smitsjúkdómadeildar Landspítalans og þaðan hefðu ekki borist jákvæðar umsagnir fyrir notkun lyfsins sem forvörn eða meðferð við COVID-19.

Ráðuneytið tekur undir með Lyfjastofnun og læknum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Guðmundur Karl hafi ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna til að fallast mætti á umsóknir hans um að ávísa lyfinu sem forvörn gegn COVID-19. Var ákvörðun Lyfjastofnunar því staðfest. Ráðuneytið telur engu að síður að annmarkar hafi verið á ákvörðun Lyfjastofnunar.“ (RÚV 26. okt. 2021)

Viðtal við Guðmund Karl á Útvarpi sögu hlusta hér

Omicron veitir betir vörn en allar sprauturnar viðtal

Harmageddon viðtal við Guðmundu Karl má sjá hér að neðan.


One Comment on “Óþekki læknirinn og sóttvarnarskrifræðið”

Skildu eftir skilaboð