Tugir þúsunda mótmæltu í Austurríki – atkvæðagreiðsla um skyldubólusetningu á fimmtudag

frettinErlentLeave a Comment

Mikill fjöldi Austurríkismanna fór út á götur Vínarborgar um helgina til að mótmæla væntanlegri atkvæðagreiðslu í þinginu um hvort skylda eigi Austurríkismenn með lögum til að fara í Covid bólusetningu. Mótmælendur kölluðu eftir að ríkisstjórninni yrði skipt út.

Skyldubólusetningin tekur gildi í febrúar og nær til allra átján ára og eldri verði lögin samþykkt. Þeir sem ekki hlýða geta búist við háum sektum.

Myndir og myndbönd af fjöldanum má sjá í þessari frétt.

Í Valencia á Spáni var einnig mótmælt og tók lögreglan þátt. Lögregluþjónn sagði í ræðu sinni: ,,Við erum með fólkinu, ekki spilltu pólitíkusunum. Við erum í sambandi við lögregluna í Portúgal, Ítalíu, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi til að sameina alla lögregluþjóna i Evrópu. Burt með bólusetningapassann.

Mikill fjöldi Hollendinga kom líka saman í Amsterdam til að mótmæla bólusetningapössum.

Mótmæli lögreglunnar á Spáni  má sjá hér:


Skildu eftir skilaboð