Ofríki án tilefnis

frettinInnlendarLeave a Comment

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari, skrifar um ofríki án tilefnis í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag 17. 01.22.

Hafa menn áttað sig á hvers konar ástandi hefur verið komið á hér á landi um þessar mundir?

Stjórn­völd í land­inu reyna að hefta út­breiðslu veiru með því að fyr­ir­skipa mönn­um að fara í svo­kallaða sótt­kví eða ein­angr­un og er þá ekki skil­yrði að viðkom­andi maður beri í sér veiruna; nóg er að hann hafi hitt ein­hvern sem ger­ir það.

Fyr­ir ligg­ur að veir­an sem um ræðir veld­ur ekki veik­ind­um, eða svo litl­um og hjá svo fáum að engu máli skipt­ir.

En sótt­varna­lækn­ir tek­ur ákv­arðanir um þetta og stjórn­mála­menn­irn­ir sem við höf­um kosið yfir okk­ur þora ekki annað en að hlýða.

Engu máli skipt­ir við þess­ar til­gangs­lausu ákv­arðanir að fjöldi manna verður fyr­ir al­var­legu tjóni vegna þeirra. Þar eru drykkju­skap­ur, heim­il­isof­beldi, sjálfs­víg og gjaldþrot of­ar­lega á blaði.

Og ef þú hlýðir ekki þess­um fyr­ir­mæl­um stjórn­vald­anna verður þú sektaður.

Skildu eftir skilaboð