Stjarna Bayern München með hjartavöðvabólgu – fékk örvunarskammt í desember

ThordisErlent2 Comments

Kanadíski landsliðsmaðurinn og stjarna Bayern München í Þýskalandi, Alphonso Davies, hefur verið greindur með hjartavöðvabólgu.

Davies sem er 21 árs gekk í raðir Bayern München árið 2019 og var kjörinn nýliði ársins í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-2020.

Allir leikmenn liðsins fengu örvunarskammt af Covid-19 bóluefni eftir að þýska deildin fór í frí í kringum 20. desember sl.

Stjóri Bayern, Julian Nagelsman, sagði að hjartavöðvabólgan hafi uppgötvast við læknisskoðun og leikmaðurinn yrði frá æfingum og keppni næstu vikurnar að minnst kosti þar sem það tæki vafalaust nokkurn tíma fyrir hjartað að jafna sig.

Liðið gaf það út að Davies hafði greinst með Covid-19 þann 5. janúar sl. og hann væri í einangrun og liði ágætlega.

Ekki kom fram hvort þær þrjár sprautur sem leikmaðurinn hefur fengið við Covid-19 væri orsakavaldur að hjartavöðvabólgu leikmannsins eða hefði gert hann útsettari fyrir smiti.

Níu aðrir leikmenn Bayern München greindust einnig með Covid-19 í byrjun janúar, þó þeir eins og Davies, hafi fengið örvunarskammt í desember.

Bayern München hefur gengið einna harðast fram af liðum í Evrópu gagnvart leikmönnum sem ekki hafa viljað fara í bólusetningu.

Heimild

2 Comments on “Stjarna Bayern München með hjartavöðvabólgu – fékk örvunarskammt í desember”

  1. Það er mjög mikið um rangfærslur í þessari frétt. Hann greinist með covid 17 des og hefur ekki greinst með hjartavöðvabólgu en er með einkenni hjartavöðvabólgu. Frettin.is er hér með að gera sig sek um að ljúga að þeim sem lesa fréttirnar hjá þeim til að afvegaleiða sannleikann og ýta undir samsæriskenningar sínar. Skammist ykkar!

Skildu eftir skilaboð