Tékkland fellur frá skyldubólusetningum í kjölfar mikilla mótmæla

frettinErlent1 Comment

Forsætisráðherra Tékklands, Petr Fiala, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að ákveðið hefði verið að falla frá bólusetningaskyldu í landinu.

Sagði forsætisráðherrann að ríkisstjórnin ,,vildi ekki auka enn meir á sundrungina í samfélaginu.”

Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 17. desember en mikil mótmæli hafa verið í landinu síðan fyrri ríkisstjórn ákvað bólusetningaskyldu fyrir starfsfólk á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, hjá lögreglunni, hermönnum og nokkrum öðrum starfsstéttum, ásamt öllum eldri en 60 ára.

Afnám tékknesku ríkisstjórnar á bólusetningaskyldu ber upp á sama dag og breska ríkisstjórnin ákvað að afnema ýmsar takmarkanir sem hafa verið við lýði, eins og grímuskyldu og bólusetningapassa sem hætt verður með.

Ákvarðanir bresku og tékknesku ríkistjórnanna eru til marks um stefnubreytingu sem virðist vera að eiga sér stað í Evrópu og sé merki um að það sé ekki vilji þeirra að Covid-faraldurinn leiði af sér endalok vestræns samfélags eins og við þekkjum það.

Heimild

One Comment on “Tékkland fellur frá skyldubólusetningum í kjölfar mikilla mótmæla”

  1. Ég er ánægð með Tékkana og útkomuna. þetta er ekkert annað en Nasismi nútímans!

Skildu eftir skilaboð