Adele þarf að hætta við röð tónleika – helmingur starfsmanna með veiruna

frettinErlent1 Comment

Söngkonan Adele þarf að hætta við fyrirhugaða röð tónleika vegna kórónu-veirunnar. Adele er mikið niðri fyrir og grætur í stuttu myndbandi þar sem hún biður aðdáendur sína afsökunar.

Adela þurfti í gær að fresta röð tónleika í Las Vegas sem áttu að hefjast í kvöld þar sem helmingur starfsmanna hennar eru með COVID og einnig hefur faraldurinn valdið töfum á afhendingu munu sem hún notar á tónleikum sínum.

Til stóð að breska stórstjarnan myndi búa í þrjá mánuði á Caesars Palace hótelinu og áttu tónleikarnir í kvöld að verða hennar fyrstu í beinni útsendingu frá því 2017.

„Við höfum reynt allt sem við gátum til að gera þetta rétt og ná tilætluðum tíma, en því miður dugði það ekki til. Við höfum verið algjörlega eyðilögð vegna tafa á afhendingu ´halda o.fl. og vegna veirunnar. Helmingur áhafnar minnar, helmingur teymis míns er því miður kominn með COVID. Þau eru öll veik, því er ómögulegt að vera með sýninguna,“ sagði Adele.

Enginn mátti sækja tónleikana án þess að sýna fram á neikvætt hraðpróf og bólusetningapassa og því eflaust verið töluverður skellur fyrir tónleikahaldarana að svo margir í teymi söngkonunnar væru veikir af Covid.

Adele baðst afsökunar átta sinnum í 92 sekúnda skilaboðum...,,mér þykir þetta svo leitt sérstaklega vegna allra þeirra sem hafa ferðast til Las Vegas til að sjá sýninguna."

Söngkonan sagði að tafirnar hefðu komið í veg fyrir að hún gæti fullkomnað sýninguna samkvæmt þeim stöðlum sem hún vinnur eftir, en hún lofaði að breyta tímasetningu og að tónleikarnir yrðu haldnir síðar.

Tónleikarnir eru hluti af útgáfu nýjustu plötu hennar „30“ sem  lenti í fyrsta sæti í 30 löndum í nóvember síðastliðnum.

,,Tónleikabúseta“ í Las Vegas hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum hjá tónlistafólki sem vill ekki ferðast mikið.

Celine Dion, Katy Perry, Carrie Underwood, Usher, Barry Manilow og Shania Twain eru meðal þeirra fremstu sem hafa nýlega skipulagt marga tónleikadaga í Las Vegas á komandi misserum.

Yfirlýsingu Adele má sjá hér að neðan.

Reuters sagði frá.


One Comment on “Adele þarf að hætta við röð tónleika – helmingur starfsmanna með veiruna”

  1. Karma karma… það má engin koma á tónleika hjá henni nema vera 2x -3x jabbaður.. She is all seeing eye.

Skildu eftir skilaboð