Bjarni kominn heim – ,,ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“

frettinInnlendarLeave a Comment

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er kominn til landsins eftir frí í útlöndum þar sem ráðherrann skellti sér meðal annars á skíði.

Bjarni, sem var fjarverandi á ríkisstjórnarfund í morgun, greinir frá heimkomu sinni á Facebook. Töluverð gagnrýni hefur verið á ráðherrann vegna fjarverunnar og hafa margir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengið hart fram vegna málsins. 

Bjarni skrifar eftirfarandi:

,,Það er alltaf gott að koma heim. Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín. Það yljar manni að finna að fólki er ekki sama um mann.

Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi átt mjög erfitt með þetta. Svo mjög að jafnvel þótt ég hafi uppsafnað frá byrjun árs 2020 aðeins verið erlendis í um 2 vikur leið þeim eins og ég væri fluttur af landinu.

Þetta verður fljótt að jafna sig trúi ég en er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin dregur rangar ályktanir af staðreyndum.

Skildu eftir skilaboð