Jóhannes hlynntur skyldubólusetningu – var sjálfur ,,næstum dauður“ eftir sprautuna

frettinInnlendar4 Comments

Í gær birtust fréttir þess efnis að Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hafi lagt til að tekin yrðu upp bólusetningavottorð hér á landi.

Ollu þessar hugmyndir hans töluverðu fjaðrafoki og til að mynda greindi Fréttin frá því að kaffihúsið Café Roma í Kringlunni hafi sagt sig úr samtökunum vegna málsins.

Blaðamaður náði ekki sambandi við Jóhannes í gær en heyrði í honum núna í morgun. Jóhannes staðfesti að þetta væru þær hugmyndir sem hann væri með og svona væri þetta í mörgum löndum í kringum okkur, til dæmis Þýskalandi og Frakklandi.

Blaðamaður benti þá Jóhannesi á að mörg ríki væru að draga í land með þessar hugmyndir sínar eins og t.d Bretland, Pólland, Tékkland og Ísrael. Í Danmörku verður tekin ákvörðun um málið í lok mánaðar og frekar er reiknað með að hætt verið að nota passana þar. Jóhannes sagði það vera rétt en þetta væri hans mat og eitthvað yrði að gera til að opna hér aftur.

Sjálfur ,,næstum dauður” eftir fyrstu sprautuna

Blaðamaður spurði Jóhannes þá hvort hann væri meðvitaður um alvarlegu aukaverkanirnar af sprautunum eins og t.d blóðtappa og hjartavöðvabólgu og sagðist hann þá vera fullmeðvitaður um það, hann hefði sjálfur verið ,,næstum dauður” eftir fyrstu sprautuna.

,,Þannig að þú vilt samt sem áður skylda aðra til að taka áhættuna þrátt fyrir að þú hafir lent í  þessari miklu lífsreynslu,” spurði blaðamaður. ,,Já og ég er búinn að fara í tvær aðrar sprautur eftir það, lífið er ein stór áhætta og hætturnar leynast víða,” sagði Jóhannes og bætti við að margir hefðu líka látist úr Covid.

Sleit símtalinu

Blaðamaður benti Jóhannesi á að nú væri mikið um mótmæli og óeirðir í öðrum löndum vegna slíkra hugmynda og spurði hann hvort það væri ekki varhugavert að bera slíkar hugmyndir upp á borð þar sem þær hafi orðið mörgum að falli. Jóhannes virtist ekki taka ábendingunni vel og svaraði blaðamanni að honum þætti óeðlilegt að fjölmiðill væri að tala með slíkum hætti, að eitthvað væri varhugavert og virtist taka orðunum sem einhvers konar hótun og sleit símtalinu.

Jóhannes Þór er einn af að minnsta kosti 171 sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús eftir Covid bólusetningu.

4 Comments on “Jóhannes hlynntur skyldubólusetningu – var sjálfur ,,næstum dauður“ eftir sprautuna”

  1. Ég sem var á bandi ferðaþjónustunnar áður varðandi að hafa opið hér, þau hafa ekki minn stuðning eftir þetta útspil. Þvílíkt ábyrgðarleysi að láta svona út úr sér.

  2. Þetta er maðurinn sem vildi opna Ísland upp á gátt án allra takmarkana sama hver staðan var hverju sinni, Öllu fórnað fyrir nokkrar evrur í vasa ferðaþjónustunnar, ábyrgðarlaust.
    Hvað vill hann segja við fjölskyldur þeirra 44 íslendinga sem létust úr Covid og þúsunda sem gíma við alvarlegar aukaverkanir?
    Er þetta rétt stefna að bólusetja sem flesta landsmenn sem oftast en hleypa smituðum ferðamönnum inn í landið hægri vinstri án eftirlits.

Skildu eftir skilaboð