Hefnd Serbíu? – afturkalla leyfi ástralska álrisans Rio Tinto til námuvinnslu

frettinErlentLeave a Comment

Deilan um brottvísun Novak Djokovic hefur blossað upp í kjölfar ákvörðunar Serbíu um að afturkalla leyfi ástralska námurisans Rio Tinto til að vinna litíum úr jörðu í landinu. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.

Ákvörðunin var tekin skömmu eftir að ráðherra innflytjendamála í Ástralíu vísaði Novak Djokovic úr landi, nokkrum dögum fyrir Opna ástralska mótið.

Þetta mun gleðja umhverfisverndarsinna sem eru andvígir námuvinnslu stórfyrirtækisins og hafa mótmælt mánuðum saman.  Djokovic hefur einnig lýst andstöðu sinni við vinnsluna.

Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, sagðist vera sammála kröfum umhverfisverndarsinna um að stöðva beri 2,4 milljarða dollara Jadar litíum verkefni Rio Tinto.

Ef Rio Tinto hefði verið leyft að halda áfram með verkið hefði það skipað fyrirtækið í hóp 10 efstu framleiðenda litíums.

Um ákvörðunina sagði forsætisráðherrann: „Allar ákvarðanir og öll leyfi hafa verið ógild. Hvað Jadar verkefnið varðar þá eru þetta endalokin.“

Ástralska innflytjendadeildin afturkallaði upphaflega vegabréfsáritun hins óbólusetta Djokovic með þeim rökum að samþykki á bólusetningastöðu leikmannsins gæti ýtt undir mótstöðu við Covid bólusetningar.

Ákvörðunin þýddi að hinn nífaldi meistari gat ekki varið titil sinn á Opna ástralska sem hófst á mánudaginn.

Djokovic sagðist vera „mjög vonsvikinn“ en muni „virða úrskurð dómstólsins“.

Hann bætti við: „Mér finnst óþægilegt að fókusinn undanfarnar vikur hafi verið á mér og ég vona að við getum nú öll einbeitt okkur að leiknum og mótinu sem ég elska.

Daily Mail sagði frá.

Skildu eftir skilaboð