Mótmælt um allan heim – ræðumenn á Íslandi Martha Ernstsdóttir og Ágústa Eva

frettinErlent4 Comments

Boðað hefur verið til mótmæla víðsvegar í heiminum þessa helgina, meðal annars í Reykjavík og Akureyri. Mótmælin verða ýmist í dag eða á morgun.

Það eru samtökin World Wide Rally for Freedom sem standa fyrir mótmælum gegn bólusetningapössum, skyldubólusetningum og mannréttindabrotum.

Rúmenski Evrópuþingsmaðurinn Cristian Terhes hvatti fólk til að mótmæla í Brussel. Terhes er í andstöðu við stefnu Ursulu von der Leyen forseta ESB um að koma á skyldubólusetningu í aðildarríkjum sambandsins. Hann verður jafnframt aðalræðumaður á mótmælunum í Brussel á morgun.

Mótmælin fóru meðal annars fram í London í dag eins og sjá má á myndbandi hér neðar.

Mótmælin í Reykjavík og Akureyri verða á morgun, sunnudaginn 23.janúar, og hefjast við Stjórnarráðið og Akureyrarkirkju kl. 16. 

Í Reykjavík verða ræðuhöld og tónlist á Austurvelli kl. 16.30 þar sem gangan endar. Ræðumenn verða Martha Ernstsdóttir maraþonmethafi og Ágústa Eva Erlendsdóttir leik-og söngkona. Hér má sjá facebook síðuna um viðburðinn.

Mynd af auglýsingum frá þeim löndum sem taka þátt

4 Comments on “Mótmælt um allan heim – ræðumenn á Íslandi Martha Ernstsdóttir og Ágústa Eva”

  1. Ég mótmæli líka !!!!
    Kemst ekki til að vera með.
    Niður með fasisma !!!

  2. Mótmæli hafa aldrei virkað. Mótmælendur eru “elítunni” sem lítilsvirtir betlarar, og ávallt leiddir áfram af “elítunni” sjálfri. Marta og Ágústa væru ekkert án “elítunnar”. Marta hleypur og hleypur þó að það sé óhollt fyrir konur. Konur sem gera eitthvað gagnlegt myndu aldrei fá að leyða mótmæli, einfaldlega af þvî að þær eru að gera eitthvað gagnlegra.

Skildu eftir skilaboð