Mótmælt um allan heim – ræðumenn á Íslandi Martha Ernstsdóttir og Ágústa Eva

[email protected]Erlent, Innlent3 Comments

Boðað hefur verið til mótmæla víðsvegar í heiminum þessa helgina, meðal annars í Reykjavík og Akureyri. Mótmælin verða ýmist í dag eða á morgun.

Það eru samtökin World Wide Rally for Freedom sem standa fyrir mótmælum gegn bólusetningapössum, skyldubólusetningum og mannréttindabrotum.

Rúmenski Evrópuþingsmaðurinn Cristian Terhes hvatti fólk til að mótmæla í Brussel. Terhes er í andstöðu við stefnu Ursulu von der Leyen forseta ESB um að koma á skyldubólusetningu í aðildarríkjum sambandsins. Hann verður jafnframt aðalræðumaður á mótmælunum í Brussel á morgun.

Mótmælin fóru meðal annars fram í London í dag eins og sjá má á myndbandi hér neðar.

Mótmælin í Reykjavík og Akureyri verða á morgun, sunnudaginn 23.janúar, og hefjast við Stjórnarráðið og Akureyrarkirkju kl. 16. 

Í Reykjavík verða ræðuhöld og tónlist á Austurvelli kl. 16.30 þar sem gangan endar. Ræðumenn verða Martha Ernstsdóttir maraþonmethafi og Ágústa Eva Erlendsdóttir leik-og söngkona. Hér má sjá facebook síðuna um viðburðinn.

Mynd af auglýsingum frá þeim löndum sem taka þátt

3 Comments on “Mótmælt um allan heim – ræðumenn á Íslandi Martha Ernstsdóttir og Ágústa Eva”

  1. Ég mótmæli líka !!!!
    Kemst ekki til að vera með.
    Niður með fasisma !!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.