Til vansa fyrir Bandaríkin

frettinPistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar.

Joe Biden tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári. Valdatími hans hefur verið svo skelfilegur, að hann hefur orðið sér til vansa bæði heima og erlendis. 

Heilsteypta stefnu í utanríkismálum skortir. Sneypuleg endalok  í Afganistan og vanhæfni forsetans þar hafa leitt til þess, að andstæðingar Bandaríkjanna telja sig geta farið sínu fram. Rússar hóta innrás í Úkraínu og Kínverjar að innlima Taiwan. Prelátarnir í Íran telja sig geta farið sínu fram.

Stefna Biden inn á við, hefur ekki síður verið slæm. Áhersla hefur verið lögð á gegndarlausa eyðslu hins opinbera, sem hefur leitt til mestu verðbólgu í 40 ár eða 7%. Stefna vitifirrta vinstrisins í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum m.a. að draga úr framlögum til lögreglu og andstöðu við störf hennar,hefur leitt til glæpaöldu. Í San Francisco og Los Angeles sem Demókratar hafa stjórnað í langa hríð eru rán og gripdeildir orðin svo algeng, að þau þykja ekki lengur fréttnæm.

Stefna Demókrata undir forustu Biden hefur leitt til efnahagslegs óstöðugleika, hnignunar borga,glæpaöldu og vaxandi innanlandsátaka. Í einu orði sagt þá hefur stjórn Biden verið skelfileg.

Vinsældir forsetans hafa hrapað og innan við þriðjungur kjósenda telur hann hafa staðið sig sæmilega eða vel í embætti. Þrátt fyrir að óstjórnin og glundroðin sem afleiðing af stefnu og stefnuleysi Biden og stjórnar hans, þá þegja helstu fjölmiðlar eins og þeir geta um það. En vandamálin hverfa ekki með því og dæmi eru um, að fjölmiðlum sem hafa stutt Demókrataflokkin er nóg boðið. 

Spurning er hvort að ein vinstri sinnaðasta fréttastofa lýðræðisríkja, fréttastofa RÚV tekur við sér og áttar sig á hvílílka skelfingu vinstri stefna Biden og bullukollustefna borgarstjóra Demókrata í Bandaríkjunum eru að leiða yfir þjóðina.

Hvað sem því líður eða eins og Biden segir, þegar hann tapar þræðinum "Anyway", þá eru kosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með sama áframhaldi munu Demókratar tapa meirihluta sínum bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Spurningin er bara hvað mikið tjón Biden og fylgifiskar hans geta unnið á meðan og hve miklu áliti og afli Bandaríkin tapa þangað til. 

En kjósendur sitja alltaf uppi með vanhæfa stjórnendur, sem þeir kunna að hafa glæpst á að kjósa. Þessvegna skiptir máli að kjósa og kjósa rétt.

One Comment on “Til vansa fyrir Bandaríkin”

  1. Stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum í dag má best lýsa með tilvitnun í Jósef Stalín. Já ég segi Joseph Stalin!!!

    „Those who cast the votes decide nothing. Those who count the votes decide everything“

Skildu eftir skilaboð