Pallborðsumræður þingmanns og vísindamanna – raddirnar sem ekki mega heyrast

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson stóð í fyrradag fyrir pallborðsumræðum, COVID 19: A Second Opinion eða COVID 19: ,,Önnur hlið.

Hópur heimsþekktra lækna og heilbrigðissérfræðinga tóku þátt í umræðunum og komu með aðra hlið á heimsfaraldrinum og viðbrögðum við honum, núverandi þekkingu á snemmmeðferðum og sjúkrahúsmeðferðum, virkni og öryggi bóluefnanna, hvað fór vel, hvað fór úrskeiðis, hvað ætti að gera núna, og hverju þarf að bregðast við til lengri tíma litið.

Aðallega er um að ræða lækna og sérfræðinga sem meginstraums- og samskiptamiðlar hafa reynt eftir fremsta megni að þagga niður í. Á meðal gesta var hjartalæknirinn og faraldsfræðingurinn Dr. Peter McCullough og Dr. Robert Malone sem er uppfinningamaður mRNA tækninnar (notuð í flestum Covid bóluefnum). Twitter lokaði fyrir skömmu á Malone.

Læknarnir hafa flestir mælt með árangursríkum snemmmeðferðum við Covid, meðferðum sem sérfræðingar lyfjafyrirtækjanna, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna o.fl. hafa gert lítið úr.

Þess má geta að forsendan fyrir neyðarleyfi á bóluefni í Bandaríkjunum (Emergency Use Authorization) er að ekki sé til meðferð við sjúkdómnum sem viðurkennd er af FDA (Lyfja-og matvælastofnun Bandaríkjanna). Covid bóluefnin eru á neyðarleyfi í Bandaríkjunum en skilyrtu markaðsleyfi í Evrópu og Íslandi sem er sambærilegt við neyðarleyfi.

Fundurinn er mjög upplýsandi um þá hlið málsins, sem eins og áður segir, hefur verið reynt að gera lítið úr og þagga niður.

Hvers vegna er gert lítið úr meðferðum sem fjöldi lækna vill beita snemma í Covid veikindum og geta dregið úr veikindum og dauða vegna Covid - hvers vegna má bara ein hliðin heyrast?

Fundinn má horfa á með því að smella hér.

Skildu eftir skilaboð