Þórólfur: ,,bóluefnin eru ekki misheppnuð“

frettinInnlendar2 Comments

Upplýsingafundur Almannavarna fór fram í morgun, þar sem Víðir, Alma og Þórólfur fóru yfir stöðu mála og fyrihugaðar afléttingar sóttvarnaaðgerða. Fjölmiðlar fengu í lokin aðeins að  spyrja einnar spurningar hver þar sem ekki gafst tími fyrir fleiri.

Margrét Friðriksdóttir hjá Fréttinni var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað og spurði Þórólf spurningar sem hófst með tilvitnun í hjúkrunarfræðing:

„Af öllum þeim bólu­setningum sem ég hef kynnst í lífinu: Barna­veiki, stíf­krampi, mis­lingar, rauðir hundar, hlaupa­bóla, lifrar­bólga, heila­himnu­bólga, berklar og inflúensu­sprautur þá hef ég aldrei kynnst bólu­efni sem neyðir mig til að vera með grímu og jafn­vel plast­hlíf og við­halda fjar­lægð frá fólki, þrátt fyrir að vera þrí­bólu­sett.“

,,Þórólfur, er þetta ekki staðfesting á því að þessi svokölluðu bóluefni eru misheppnuð eins og smitfjöldinn segir reyndar til um, því meira sem þið bólusetjið því fleiri smit.“

Þór­ólfur sagði þetta vera rangt.

„Þetta er röng á­lyktun hjá þér og á ekki við rök að styðjast. Flest bólu­efni sem við erum að nota núna, til dæmis í barna­bólu­setningum og höfum gert í mörg ár, þau koma vel í veg fyrir smit. Það sem hefur komið í ljós með þessi bólu­efni er það að þau eru ekki eins góð til að koma í veg fyrir smit en þau eru góð til að koma í veg fyrir al­var­leg veikindi. Þannig er ekki hægt að draga þá á­lyktun að þetta séu mis­heppnuð.“

Margrét hafði reiknað með tveimur spurningum á hvern fjölmiðil en kom þeirri síðari ekki að sem var svona:

,,Þórólfur, þann 8. ágúst sagðir þú í viðtali á Sprengisandi að nú yrði að reyna að ná fram hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga og að það væru vonbrigði að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu.

,,Þarna segir þú í raun að náttúrulegt ónæmi sé lausnin en hvers vegna eru þá þeir sem komnir eru með náttúrulegt ónæmi eftir sýkingu ekki undanskildir sóttkví, grímunotkun og öðrum takmörkunum?

Upplýsingafundinn má horfa á hér.

2 Comments on “Þórólfur: ,,bóluefnin eru ekki misheppnuð“”

  1. Mikið vildi ég að þú hefðir fengið fengið tvær spurningar. Mig þyrstir í svar við þeirri seinni.

  2. Eru bóluefnin álíka vel heppnuð og áræðanleg og sóttvarnarlæknir landsins? Dæmi hver um sig.

    Það er alla vega athyglisvert að þegar loksins kom fjölmiðill inn á völlin til að spyrja áleitinna spurninga að þá var skyndilega skorið niður í eina spurningu á fjölmiðil. Eitthvað sem fólk ætti að taka til umhugsunar.

    Það er óþægilegt að verja vondan málstað og það þarf forhertar manneskjur að líta hér undan og horfa framhjá þessum dýra skollaleik sem hefur kostað þjóðina á bilinu 10-15 föld heildarframlög til heilbrigðismála á ársgrundvelli.
    Það mætti ætla að fyrir þá upphæð hefði verið hægt að greiða eigin kostnað nokkurra krabbameinssjúklinga svo eitthvað sé nefnt. Kannski næstu 50 eða 100 árin?

Skildu eftir skilaboð