General Electric fellur frá skyldubólusetningum starfsmanna eftir dóm Hæstaréttar

frettinErlentLeave a Comment

Þann 14. janúar tilkynnti General Electric að fyrirtækið hefði hætt við að gera þá kröfu til starfsmanna sinna að þeir færu í bólusetningu eða yrðu að fara í regluleg hraðpróf og bera grímur í vinnunni. Afarkosturinn var að hætta störfum.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar dóms Hæstaréttar Bandaríkjanna þann 13. janúar sl. sem ógilti tilskipun vinnueftirlitsins (OSHA) og stjórnar Biden um að starfsmenn fyrirtækja með 100 starfsmenn eða fleiri yrðu að láta bólusetja sig eða fara í próf og bera grímur að öðrum kosti.

Hjá General Electric eru 174.000 starfsmenn og lýsti fyrirtækið því einnig yfir að það ætlar ekki að fara að beiðni Bidens forseta til fyrirtækja um að þau myndu sniðganga dóm Hæstaréttar og leggja sjálf bólusetningarskyldu á starfsmenn sína.

Starbucks fór einnig sömu leið og General Electric og féll frá skyldubólusetningu stafsmanna sinna í kjölfar dóms Hæstaréttar eins og Fréttin fjallaði um hér.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð