Spotify fjarlægir tónlist Neil Young – fór fram á að Joe Rogan yrði fjarlægður

frettinErlent6 Comments

Spotify er byrjað að fjar­lægja tónlist eft­ir söngvarann Neil Young af tón­list­ar­veitu sinni eft­ir að þjóðlagarokk­stjarn­an fór fram á að veitan myndi velja á milli hans og hlaðvarps­stjórn­and­ans Joe Rog­an, veitan varð ekki við þeirri beiðni.

Young sakar Rog­an um að veita rang­ar upp­lýs­ing­ar um Covid og sagði í fram­hald­inu við Spotify: „Þeir geta fengið Rog­an eða Young. Ekki báða.“

Rog­an hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að taka viðtal við sér­fræðing í smit­sjúk­dóm­um sem er and­víg­ur bólu­efn­um gegn Covid-19 fyr­ir börn.

Spotify virðist því ekki ætla að beygja sig fyrir fasískum hugsjónum Young þar sem hann fordæmir varnarorð sérfræðinga og kallar falsupplýsingar, þótt hann sé ekki sérfræðingur sjálfur í læknavísindum.

Spotify er sagt hafa greitt 100 millj­ón­ir doll­ara, eða um 13 millj­arða króna, fyr­ir rétt­inn á þætt­in­um The Joe Rog­an Experience árið 2020. Þátt­ur­inn er sá vin­sæl­asti á Spotify og hefur verið halað niður næst­um 200 millj­ón sinn­um á mánuði.

Formleg beiðni frá Young um að láta fjarlægja tónlist sína var lögð fram í gær, og gæti tekið nokkrar klukkustundir að gagna í gegn á Spotify þjónustu um allan heim.

6 Comments on “Spotify fjarlægir tónlist Neil Young – fór fram á að Joe Rogan yrði fjarlægður”

 1. Nei. Neil Young fór fram á að tónlist hans yrði fjarlægð.

 2. Guðmundur hefur líklega ekki klárað að lesa alla fréttina 😉

 3. Góð frétt, á endanum er þetta spurning um hvor er betri cash cow, Joe hafði betur enda afar vinsæll á Spotify og nýbúinn að landa stórum samningi þar á bæ.

 4. Merkilegt hve margir ungir menn sem voru „Rebels“ uppreisnarmenn gegn spillingu og yfirvaldi breytast í hið andstæða á efri árum (þeas ef þeir auðgast á list sinni). Minnir á lagið hans Bjartmars G „Kótilettu-karl“.

 5. Skulum ekki gleyma að í öllum stríðum er eitthvað sem kallast “ controlled opposition “ . Er ekki að segja að Joe Rogan er slíkur meðvitaður eða ómeðvitaður en þetta er til og mikið notað.

  Joe Rogan talaði mikið með bólusetningu fyrst um sinn sem og líka Jordan Peterson ásamt fleirum og fleirum. Að sjálfsögðu getur fólk alltaf breytt um skoðun og það er bara mjög eðlilegt að fólk gerir það ef það fær frekari upplýsinga.

  Hinsvegar verðum við að hugsa til þess að Joe Rogan fékk 100 million dollara samning sem væri nú skrítin samningur ef þeir svo sömu sem t.d. eiga spotify myndu vilja ritskoða hann.

  Ef við skoðum eigendalistann af Spotify þá sjáum við sömu nöfnin sem eiga allt í öllu.

  Vanguard International
  Blackrock Inc

  Trust nothing, Question everything

Skildu eftir skilaboð