Svíþjóð mælir gegn bólusetningum 5-11 ára barna – ávinningur ekki meiri en áhættan

frettinErlentLeave a Comment

Svíþjóð hefur ákveðið að mæla ekki með COVID bólusetningum fyrir börn á aldrinum 5-11 ára, sögðu heilbrigðisyfirvöld í dag, 27.janúar, og sögðu að ávinningurinn vegi ekki þyngra en áhættan.

„Með þeirri þekkingu sem við höfum í dag, með litla hættu á alvarlegum sjúkdómum fyrir börn, sjáum við engan augljósan ávinning með að bólusetja þau,“ sagði Britta Bjorkholm, embættismaður heilbrigðisstofnunarinnar, á blaðamannafundi.

Hún bætti við að hægt væri að endurskoða ákvörðunina ef rannsóknin breyttist eða ef nýtt afbrigði breytti faraldrinum. Krakkar í áhættuhópum geta nú þegar fengið bóluefnið.

Svíþjóð var með meira en 40.000 ný smit þann 26. janúar, sem er ein hæsta talan frá upphafi faraldursins. Þrátt fyrir það er heilsugæslan ekki undir sama álagi og í fyrri bylgjum.

Á fimmtudaginn var 101 sjúklingur með COVID á gjörgæslu, langt undir þeim rúmlega 400 sjúklingum vorið 2021. Alls hafa tæplega 16.000 manns látist af völdum COVID í Svíþjóð síðan heimsfaraldurinn hófst.

Ríkisstjórn Svíþjóðar framlengdi takmörkunum á opnunartíma veitingastaða og fjöldatakmörkunum á innanhúss viðburðum, um tvær vikur en sagðist vonast til að aflétta þeim 9. febrúar.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð