Aflétt í skrefum á nokkrum vikum – ný reglugerð tekur gildi á miðnætti

frettinInnlendar1 Comment

Ríkisstjórnin kynnti afléttingar á fundi rétt í þessu og var fengin undanþágu frá fjöldatakmörkunum á sjálfum fundinum þar sem fleiri en 10 manns voru samankomnir. Heilbrigðisráðherra gerði ráð fyrir að öllum afléttingum verði lokið 14. mars nk. Sóttvarnalæknir sagðist þó mögulega koma með ný minnisblöð ef aðstæður skyldu breytast.

Ný reglu­gerð tek­ur gildi á miðnætti og er svohljóðandi:
 • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
 • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
 • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
 • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
 • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfðir á ný.
 • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orðið 500 manns.
 • Skemmtistöðum, krám, spila­stöðum og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
 • Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
 • Á sitj­andi viðburðum verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra aðila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hraðpróf­um.
 • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þannig að þær verði aðlagaðar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
 • Reglu­gerðin gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

.

One Comment on “Aflétt í skrefum á nokkrum vikum – ný reglugerð tekur gildi á miðnætti”

 1. Svipurinn á henni er eins og hún sé á milli steins og sleggju. Það er eins og hún sé hræddari við eitthvað öflugra vald heldur en almenning. Hvað veit maður?

Skildu eftir skilaboð