Fréttatilkynning frá ,,kanadísku frelsisbílalestinni“ – um hvað snýst málið?

frettinErlentLeave a Comment

Hér að neðan er í íslenskri þýðingu fréttatilkynning frá forsvarsmönnum kanadísku Frelsislestarinnar 2022.

Í tilkynningunni kemur fram hvers vegna hreyfingin fór af stað og hverjar kröfur hennar eru. Hreyfingin hefur þurft að sitja undir ósönnum ávirðingum frá m.a. ráðamönnum í Kanada og er fjallað um það í fréttatilkynningunni.

Þessi kanadíska hreyfing er að berjast fyrir frelsi almennings í Kanada. Baráttan varðar í grunninn frelsi allra hvar sem þeir búa og þess vegna á þessi fréttatilkynning erindi til allra, þar á meðal Íslendinga.

Lesendum er bent á að hægt er að fylgjast með "Freedom Convoy 2022" á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Þann 15. janúar sl. kom saman fámennur hópur sendibílstjóra í Alberta, fjölskyldur þeirra og vinir, og voru sammála um að ríkisstjórn Kanada hefði farið yfir eðlileg mörk við að koma á Covid-19 skilríkjum og skyldubólusetningum. Í dag njótum við stuðnings margra milljóna Kanadamanna um allt land.

Það er kominn tími til að enda þessa bólusetningaskyldu og eftirlitshugbúnað.

Á einni viku, hefur okkur tekist að safna 4.400.000 kanadískum dollurum með framlögum. Þrátt fyrir að við hefðum gert ráð fyrir að bílalestin yrði um 1600 sendibílar, hefur fjöldinn aukist gríðarlega, eða í 36.000 sendibíla á nokkrum dögum. Það er áætlað að fjöldi stórra sendibíla sem eru á leiðinni til Ottawa sé nú nær 50.000.

Markmið okkar er það sama, að þrýsta á ríkisstjórn Kanada að fella niður kröfuna um Covid eftirlitsskilríkin / snjallsímaforritið og skyldubólusetningu.

Hverskyns fullyrðingar um að við séum á einhvern hátt aðskilnaðarsinnar eða hryðjuverkamenn eru algjörlega rangar og einungis til þess gerðar að koma höggi á hreyfinguna. Það er sorglegt að þess konar orðræða skuli koma frá Trudeau forsætisráðherra og stjórn hans. Í stað þess að vernda grunnréttindi okkar sem fram koma í "Canadian Charter of Rights and Freedom" þá er það kaldhæðnislegt að þau réttindi skuli hafa orðið að lögum með undirritun Pierra Elliot Trudeau fyrrverandi forsætisráðherra og föður Justin Trudeau.

Justin Trudeau og stjórn hans stefna nú að því gagnstæða. Forsætisráðherrann kemur sífellt fram með ærumeiðandi athugasemdir og ljúga upp á stóran hóp landsmanna. Ef sagan hefur kennt okkur eitthvað, þá er þetta framkoma sem ekki er hægt að líta framhjá. Við erum friðsamir, vinnusamir Kanadamenn sem elskum land okkar og viljum bæta samfélagið fyrir alla borgarana.

Vegna stærðar hreyfingarinnar og þess mikla stuðnings sem við erum að fá frá fólki um allan heim, getum við ekki lengur lofað því að hinn almenni Kanadamaður verði ekki fyrir truflun af bílalestinni. Okkur þykir það leitt og við munum gera okkar besta til að takmarka raskanir sem verða á lífi ykkar. Við biðjum Kanadamenn að hafa í huga að við erum að berjast fyrir frelsi allra og að það sé stjórnmálastéttin sem hefur virt okkur að vettugi.

Sá tími er kominn til að minna stjórnmálastéttina á að hún vinnur fyrir Kanadamenn en ekki öfugt. Við biðjum um þolinmæði og stuðning svo við getum sameinað alla Kanadamenn um dyggð frelsisins.

Aðfangakeðjan hefur verið í molum í vel yfir ár núna vegna þess að ýmsar héraðsstjórnir í Kanada hafa sett harkalegar og ófrjálsræðislegar takmarkanir á atvinnustarfsemi og allt kanadíska hagkerfið. Svo fljótt sem orðið verður við kröfum okkar og ríkisstjórnin opnar landið á ný og hættir við þessa rafrænu passa og skyldur, eins og Bretland hefur nýverið gert, munum við gera allt okkar besta til að tryggja það að aðfangakeðjan komist í venjulega virkni eins fljótt og mögulegt er.

Enn og aftur, við viljum árétta okkar stutta og eðlilega kröfulista. Þær eru:

-Alríkisstjórnin og héraðastjórnir afnemi bólusetningapassana og öll skyld eftirlitskerfi, þ.e. Inter-  Kanada passakerfið.

-Bólusetningaskylda verði felld niður og virtur verði réttur þeirra sem vilja ekki láta bólusetja sig.

-Hætt verði að stunda árásir og ásakanir um sundrungu á hendur Kanadamönnum sem eru ósammála skyldubólusetningu ríkisstjórnarinnar.

-Hætt verði að takmarka umræðu með þvingunaraðgerðum sem hafa það að markmiði að ritskoða þá sem hafa mismunandi eða rangar skoðanir.

Við viljum að þið vitið að það er von! Einræðistilburðir Justin Trudeau og ráðherra samgöngumála, Omar Alghabra, hafa í sameiningu verið það sem þurfti til að mynda mikla mótspyrnu og fá fordæmalausan fjölda Kanadamanna til að sameinast. Í fyrsta sinn í margar kynslóðir erum við að sjá sameiningu Kanadamanna frá Alberta og vestur héruðum Ontario. Sjómenn, samfélög frumbyggja, ásamt bræðrum okkar og systrum í Quebec sem hafa þurft að þola nokkrar af mest harkalegu ráðstöfununum síðastliðið ár.

Sameinað og frjálst Kanada getur verið framtíð okkar, og það byrjar núna með því að minna ríkisstjórnina á að þjóna fólkinu. Við vitum að andi Kanadamanna sama hvaðan þeir koma er að vera góð manneskja og kærleiksrík. Aftur á móti er frelsið stanslaust í stríði við þá sem vilja takmarka það, og það þarf að verja frelsið. Við höfum öll tækifæri til að koma saman burtséð frá öðrum ágreiningi og gera það sem nauðsynlegt er til að vernda frelsi okkar og fyrir komandi kynslóðir.

Við lofum að veita frekari upplýsingar næstu vikurnar. Vinsamlega skoðið samfélagsmiðlana okkar og heimasíðu fyrir nýjar upplýsingar og fyrir tilkynningu um blaðamannafund um helgina.

Fyrir frekari spurningar og skilaboð vinsamlega hafi samband við:

Tamara Lich

Twitte: @Tamara_MVC

[email protected]

Benjamin Dichter

Twitter: @BJdichter

[email protected]

Skildu eftir skilaboð