Forstjóri Grundar hnýtir í Ágústu Evu – ýjar að óheilindum af hennar hálfu

frettinInnlendar3 Comments

Nýverið sendi forstjóri Grundarheimilanna bréf til aðstandenda dvalargesta þar sem hann gerir athugasemdir við það sem fram kom í ræðu Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu síðasta sunnudag um dánartíðni bólusettra.

Í ræðunni greindi Ágústa Eva frá því að samkvæmt nýjum upplýsingum frá Skotlandi væru nú dánarlíkur bólusettra hærri en óbólusettra.

Í bréfinu gefur Gísli til kynna að hér sé um ósannindi að ræða. Orðrétt segir hann: „En áróður sem þessi kemst eflaust í undirmeðvitund einhverra, þeirra sem lesa til dæmis bara fyrirsagnir og kynna sér ekki málin til fullnustu.“

Þarf Gísli að kynna sér „málin til fullnustu“?

En stundum getur verið skynsamlegt að kynna sér sjálfur „málin til fullnustu“ áður en aðrir eru sakaðir um að gera það ekki.

Í ræðu sinni vitnaði Ágústa Eva til skýrslu skoskra heilbrigðisyfirvalda, Public Health Scotland COVID-19 & Winter Statistical Report sem út kom 12. janúar.  Á bls. 24 í skýrslunni er að finna samanburð á dánartíðni eftir sprautufjölda. Þar kemur fram að aldursleiðrétt dánartíðni óbólusettra er 4,79 á hvert 100 þúsund en 7,06 hjá tvísprautuðum, 50% hærri en hjá óbólusettum. Dánartíðni þríbólusettra er lág, 0,21.

Nýjasta skýrslan kom svo út þann 24. janúar. Þar má sjá að í fyrstu viku þessa árs hefur dánartíðni þrísprautaðra þrefaldast miðað við fyrri viku meðan hún vex um um það bil 50% hjá óbólusettum og tvíbólusettum.

Sú dánartíðni sem sjá má í skýrslu skoskra heilbrigðisyfirvalda er afar lág. Meðal óbólusettra er dánartíðnin 0,005% í síðustu viku ársins 2021 samkvæmt skýrslunni frá 12. janúar, og 0,007% hjá tvíbólusettum, þar sem hún er hæst. Ástæða þessa er að hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur tekið yfir, en það er langtum hættuminna en fyrri afbrigði.

Þessi staðreynd hefur hins vegar greinilega farið alveg framhjá forstjóra Grundarheimilanna. Hún hefur einnig farið framhjá íslenska fjármálaráðherranum sem fullyrti í frétt í vikunni að bólusetningar gerðu að verkum hve fáir hefðu lagst inn á gjörgæslu með omicron-afbrigðið. Það eru ekki bólusetningar sem gera þetta að verkum heldur miklu fremur það hversu vægum veikindum omicron-afbrigðið veldur.

Ræðu Ágústu Evu á Austurvelli má t.d. finna í þessari frétt og bréfið frá Grund hér neðar:

Þess má einnig geta að Lyfjastofnun sendi frá sér tilkynningu 26. janúar sl. þar sem fram kemur að stofnuninni hafi borist 18 tilkynningar þar sem grunur leikur á alvarlegum aukaverkunum í kjölfars örvunarsprautu. En alvarleg aukaverkun samkvæmt skilgreiningu Lyfjastofnunar er „aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.“

Reykjavík 28. janúar 2022

Hópsmit á hjúkrunarheimili

Í byrjun þessarar viku greindust tæplega 30 heimilismenn Litlu og Minni Grundar með Covid 19. Eitthvað sem hefði sett alla starfsemi heimilisins á aðra hliðina fyrir rúmlega ári síðan þegar enginn var bólusettur, hvorki heimilismenn né starfsmenn. En nú er öldin önnur, og miklu betri. Þeir sem eru þríbólusettir eru ekki mikið veikir og munu vonandi hrista þetta af sér eins og hverja aðra flensu. Sama er að segja um þá starfsmenn sem smitast, þeir eru lítið eða ekkert veikir.

Í umræðunni um bólusetningar gegn Covid 19 hefur margt komið fram og líklega ekki allt alveg samkvæmt sannleikanum. Síðast í gær var fullyrt í fréttum á alnetinu að rannsókn í Skotlandi sýndi fram á að það væru meiri möguleikar á að láta lífið af völdum Covid 19 ef viðkomandi hefði verið bólusettur. Eitthvað sem ég get ekki tekið undir. Enda var ekki vísað til hvaða rannsóknar var um að ræða. En áróður sem þessi kemst eflaust í undirmeðvitund einhverra, þeirra sem lesa til dæmis bara fyrirsagnir og kynna sér ekki málin til fullnustu. Og það er ekki gott, því að mínu mati, athugið ég er ekki læknis- eða hjúkrunarmenntaður, þá hefur bólusetning heimilismanna hjúkrunarheimila bjargað mjög mörgum mannslífum.

Án bólusetningarinnar sem við njótum að hafa fengið í dag, hefði eflaust talsverður fjöldi heimilismanna Grundar látið lífið. Eitthvað sem enginn sem rekur hjúkrunarheimili vill að gerist. Bólusetning bjargar mannslífum, á því er enginn vafi í mínum huga.

Kveðja og góða helgi,
Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna

3 Comments on “Forstjóri Grundar hnýtir í Ágústu Evu – ýjar að óheilindum af hennar hálfu”

  1. Gísli Páll eins og hann segir hvorki læknis né hjúkrunarfræðimenntaður, skilur greinilega ekki ákveðin grundvallaratriði í að meta áhrif bólusetninga á hópa.
    Til þess að hann geti fullyrt að lyf eða bóluefni hafi lækkað dánartíðni í ákveðnum hópi að þá þarf að hafa annan hóp undir sömu skilyrðum sem fá lyfleysu. Gera má ráð fyrir að allir vistmenn Gísla séu bólusettir.

    Það er því algerlega úr lausu lofti gripið að fullyrða að bólusetningar fyrir Covit19 hafi bjargað nokkrum manni á þessum umræddu heimilum. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að telja sér trú um hvað sem er og það virðist vera sá staður sem bólusetninga ofsatrúin er nú á.

    Það er greinilegt að Gísli Páll telur að skosk heilbrigðisyfirvöld séu ekki traustsins verð og ýjar óbein að því að þau gefi út skýrslur um heilbrigðismál byggðar á fyrirsögnum úr undirheimum.

  2. Blaðsíða 41 úr þessari sömu skýrslu „COVID-19 vaccines are estimated to significantly reduce the risk of mortality for COVID-19,
    however a small number of COVID-19 deaths are still expected in vaccinated people,
    especially in vulnerable individuals where the vaccine or the immune response may not
    have been effective. Evidence has shown that vaccination is highly effective in protecting
    against death from coronavirus (COVID-19). Data published by UKHSA have shown high
    levels of protection (over 90%) against mortality with all three COVID-19 vaccines including
    AstraZeneca (Vaxzevria), Pfizer-BioNTech (Comirnaty), and Moderna (Spikevax), and
    against both the Alpha and Delta variants. Research from Public Health Scotland,
    University of Edinburgh and University of Strathclyde, have shown two vaccine doses,
    whether the AstraZeneca (Vaxzevria) or the Pfizer-BioNTech (Comirnaty) vaccine, are over
    90 per cent effective at preventing deaths from the Delta variant of COVID-19.“

    Hvernig væri að fara rétt með heimildir?

  3. Þegar að því kemur raunverulegur dauðatollur Covit19 Alfa og Delta koma loks fyrir augu almennings, að þá er hætt við að ætlaðir kostir bólusetningar munu í því samhengi ekki verða svo afdráttarlausir og sýnt hefur verið fram á til þessa. En dauðatollur Covit 19 hefur verið gróflega ýktur með því að færa dánarorsakir af völdum annarra sjúkdóma og jafnvel slysa yfir á afrekalista þessa PCR faraldurs.

    Meira að segja sóttvarnarlæknir “óspillta” Íslands hefur gert sig sekan um ýkjur og m.a. gróflega mistúlkun á raunveruleikanum þegar hann gaf lítið fyrir náttúrlegt ónæmi vegna eiginlegrar sýkingar í stað ætlaðs ónæmis vegna bólusetningar. Og á þeim grundvelli réttlætti sóttvarnarlæknir landsins að mismuna þegnum landsins eingöngu með tilliti til bólusetningastöðu án haldbærra raka.

    Síðan þá hefur þríeykið varið sig gegn óþægilegum spurningum með hlálegum reglum til að forðast gagnrýna umræðu í kjölfar upplýsingafunda.

    CDC gefur reglulega út skýrslur og ef hægt var að sýna fram á kosti þess að láta sprauta sig með tilraunalyfjum á neyðarleyfi gegn Covit19 að þá er nú annað að koma fram í ljósið.
    Hvers vegna þessi raunveruleiki sem hefur verið dulinn frá upphafi faraldurs er að fljóta upp á yfirborðið nú er hins vegar erfitt að skýra. Raunveruleiki sem við, sem höfum gert okkur far um að fylgjast með þróun mála, á gagnrýnan hátt, höfum vitað um nánast frá upphafi faraldurs, en verið kveðin í kútinn með framíköllum og tuddaskap.

    Hér er tilvitnun úr niðurstöðum úr skýrslu frá CDC frá 19. janúar. ( hlekkur á skýrsluna er neðst )

    “ Importantly, infection-derived protection was greater (heldur en bóluefni ) after the highly transmissible Delta variant became predominant, coinciding with early declining of vaccine-induced immunity in many persons (5).”

    Tilvitun úr niðurstöðum 2: Texti þar sem fyrsta tilvinunin er tekin úr:
    “ Across the entire study period, persons with vaccine- and infection-derived immunity had much lower rates of hospitalization compared with those in unvaccinated persons. These results suggest that vaccination protects against COVID-19 and related hospitalization and that surviving a previous infection protects against a reinfection. Importantly, infection-derived protection was greater after the highly transmissible Delta variant became predominant, coinciding with early declining of vaccine-induced immunity in many persons (5). Similar data accounting for booster doses and as new variants, including Omicron, circulate will need to be

    assessed.”https://www.cdc.gov/mmwr/volumes/71/wr/mm7104e1.htm#contribAff

Skildu eftir skilaboð