Lyfjastofnun hefur borist 18 tilkynningar um hjartabólgur í kjölfar bólusetninga

frettinInnlendar2 Comments

Samkvæmt svari við fyrirspurn til Lyfjastofnunar hafa borist átján tilkynningar þar sem grunur leikur á að Covid bóluefni hafi leitt til hjartabólgu (hjartavöðva-eða gollurshússbólgu).

Þá hafa tíu tilkynningar borist stofnuninni er varða lömun og/eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu en stofnunin tekur fram að einkennin hafi verið skammvinn.

Nánar tiltekið er um að ræða þrjár tilkynningar vegna taugasjúkdómsins Guillain-Barré og sjö tilkynningar tengjast skertri hreyfigetu og/eða lömun.

Lyfjastofnun ítrekar að mikilvægt sé að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun segi ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna.

Þess má einnig geta að aðeins brot af raunverulegum aukaverkunum rata í gagnagrunn Lyfjastofnunar. Margir telja að heilbrigðisstarfsfólk sjái sjálfkrafa um að tilkynna kvillana eins og það á að gera en svo hefur ekki lalltaf verið, aðrir vita ekki að tilkynna eigi aukaverkanir og enn aðrir sleppa því einfaldlega.

Lyfjastofnun tekur við tilkynningum á heimasíðu sinni, sjá hér.

Tilkynntar aukaverkanir til dagsins í dag vegna Covid bóluefna eru 6079 þar af 279 alvarlegar.

2 Comments on “Lyfjastofnun hefur borist 18 tilkynningar um hjartabólgur í kjölfar bólusetninga”

  1. Þetta eru vondar fréttir. Það kemur ekki fram á hvaða aldri þessir einstaklingar eru en oftast eru það ungir karlmenn sem lenda þessu, einstaklingar sem eru/voru í engri hættu vegna covid-19. Það má bæta því við að í hópi barna og ungmenna hefur verið tilkynnt um fjögur slík tilvik. Þetta eru upplýsingar af heimasíðu landlæknis´um tilkynntar aukaverkanir 5-17 ára og eru frá 14.janúar þannig að fá tilvik um tilkynntar aukaverkanir hafa komið frá yngsta hópnum enn.
    https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item48610/Bolusetningar%20og%20aukaverkanir%20ungmenni_jan2022.pdf

  2. Það er þakkarvert að Fréttin upplýsi okkur um það sem er lítið fjallað um í meginstraumsfjölmiðlum. Við skulum samt vona að þeir ranki úr meðvirknisrotinu og sýni þessu áhuga.

Skildu eftir skilaboð