Pfizer blandar sér í ákvörðun dómstóls um hvaða skjöl FDA afhendir um bóluefnið

frettinErlentLeave a Comment

Samtökin Public Health and Medical Professionals for Transparency (PHMPT) höfðuðu mál gegn Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) á síðasta ári eftir að stofnunin hafði gefið út að það myndi taka 20 ár að afhenda öll skjöl um bóluefnið frá Pfizer.

Í málaferlunum, sem Fréttin fjallaði um, vildi FDA draga það sem lengst að afhenda gögnin og bað dómarann um að veita heimild til að afhenda gögnin á 75 árum. Dómarinn hafnaði beiðninni og fyrirskipaði FDA að afhenda 55.000 blaðsíður á mánuði, sem myndi gefa FDA um átta mánuði til að afhenda öll gögn.

Núna hefur Pfizer gert tilraun til að blanda sér í málið og beðið alríkisdómstól  um að leyfa fyrirtækinu að koma að afhendingu og birtingu gagnanna sem FDA er með um bóluefni fyrirtækisins.

Beiðni Pfizer kemur aðeins um tveimur vikum eftir að alríkisdómari fyrirskipaði birtingu allra gagnanna. Ber Pfizer því við að stjórnendur þess hafi ekki vitað af málaferlunum um afhendingu gagnanna fyrr en þeir hafi séð fréttir um málið í síðasta mánuði. Kveðst Pfizer nú vilja aðstoða starfsfólk FDA við að fara yfir skjölin til að tryggja að gögnin verði afhent á réttan hátt.

Pfizer segist styðja birtingu gagnanna en fyrirtækið vilji tryggja að upplýsingar sem eru undanþegnar birtingu samkvæmt upplýsingalögunum (FOIA) verði ekki „birt á óviðeigandi hátt“.

Embættismenn bandaríkjastjórnar lýstu yfir við dómstólinn að þeir vildu fá aðstoð Pfizer vegna þess fordæmalausa hraða sem dómstóllinn hefur fyrirskipað FDA að vinna úr umræddum gögnum og afhenda þau.

FDA gerir ráð fyrir að fá álit Pfizer á því hvaða hluti gagnanna falla undir undanþágu vegna viðskiptaleyndar eða aðra lögbundna vernd. Þetta er nauðsynlegur þáttur í viðleitni stofnunarinnar til að mæta óvenjulegum aðstæðum þessa máls, sögðu lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins við dómstólinn.

PHMPT fór fram á að dómstóllinn hafnaði þessari aðkomu Pfizer og tók fram m.a.:

„Pfizer gefur enga ástæðu fyrir því hvers vegna fyrirtækið þurfi að grípa inn í þetta mál til að veita þessa meintu aðstoð. PHMPT getur heldur ekki séð hvers vegna Pfizer sér þörf til að grípa inn í málið til að aðstoða FDA við að flýta fyrir birtingu umbeðinna skjala – fyrirtækið getur veitt þessa aðstoð án þess að grípa inn í [ með leyfi dómstólsins].“

Líklegt er að tilraun Pfizer sé einungis gerð til að reyna að koma í veg fyrir birtingu gagnanna því í yfirlýsingu lögfræðings fyrirtækisins fyrir dómstólnum sagði:

„Pfizer ætlar ekki sem stendur að fá dómstólinn til að endurskoða úrskurð sinn frá 6. janúar 2022, en Pfizer mun ekki útiloka að gera það ef aðstæður breytast þannig að rík ástæða verði til síðar meir.“

PHMPT hefur áhyggjur af því að þessi afskipti Pfizer muni leiða til þess að FDA reyni á ný að gera tilraun til að seinka afhendingu gagnanna um bóluefnið.

Trúnaðarskjöl frá lyfjaframleiðandanum Pfizer hafa leitt í ljós glæpsamlega yfirhylmingu Food and Drug Administration (FDA) í Bandaríkjunum á fjölda andláta af völdum mRNA bóluefnisins/tilraunalyfsins. Bæði Pfizer og FDA vissu snemma árs 2021 að bóluefnið væri að valda dauða fólks.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð