Grímuskylda hert þrátt fyrir fullyrðingar um afléttingar

frettinInnlendar1 Comment

Á föstudaginn hélt ríkisstjórnin blaðamannafund og tilkynnti um afléttingar sem taka ætti í skrefum. Athygli vekur að þrátt fyrir þessar fullyrðingar þá hefur verið hert á reglum um grímuskyldu sem nú er líka komin í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Áður var einungis um nándartakmarkanir að ræða, þ.e. ef ekki væri hægt að tryggja 1-2 metra regluna þá væri grímuskylda og átti það helst við í litlum rýmum þar sem erfitt er að tryggja þá reglu, t.d. hárgreiðslustofum.

Þórólfur Guðnason sagði svo í síðustu viku í viðtali við Fréttablaðið að nú yrði að hleypa veirunni meira lausri því afleiðingar af smitum eru miklu minni, og hefur einnig ítrekað að eina leiðin til að losna við veiruna væri að ná náttúrulegu hjarðónæmi, en ljóst er að bóluefnin eru ekki að veita hjarðónæmið eins og vonast var til.

Nýjar sóttvarnarreglur eru því í mótsögn við yfirlýsingar sóttvarnarlæknis sem sendi heilbrigðisráðherra minnisblaðið. Grímunotkun virðist þar að auki ekki koma í veg fyrir smit og því ekki hægt að segja annað en þvingunin sé gagnslaus með öllu.

Hér er spurt hvort um falsvörn sé að ræða og spyrja menn sig einnig að því hver tilgangurinn sé með slíku tilgangslausu inngripi sem ekki hamlar smitum. Þar að auki er Omicron að skila sér í vægum einkennum og meirihlutinn finnur einungis fyrir vægum flensueinkennum eða kvefi en sumir finna engin einkenni. Fullyrðingar um afléttingar eiga því ekki við rök að styðjast.

Hægt er að sjá núverandi reglur og þær gömlu hér að neðan.

Nýju reglurnar

Gömlu reglurnar

One Comment on “Grímuskylda hert þrátt fyrir fullyrðingar um afléttingar”

  1. Það væru ekki öll þessi smit ef fólk notaði grímur og héldi sig í hæfilegri fjarlægð á meðan heimsfaraldur geisar.
    Stjórnvöld rugla með reglur fram og til baka eins og illa stjórnandi alkóholistar án nokkurrar frammsýnar. Þess á milli er vælt um alvarlegt ástand Landspítala. Ömurlegt að horfa upp á þetta hér á þessu Guðsyfirgefna skeri okkar.

Skildu eftir skilaboð